Hrásalat með raw hampfrædressingu

Ekta raw hrásalat með ljúffengri dressingu sem gerir allt betra.
Ekta raw hrásalat með ljúffengri dressingu sem gerir allt betra. Ljósmynd/Hildur Ómarsdóttir

Hér er uppskrift að unaðslega góðu raw hrásalat eða hrá-hrásalat sem kemur úr smiðju Hildar Ómarsdóttur uppskriftahöfundar sem heldur úti uppskriftasíðunni Hildur Ómars. Þetta er hollari týpan að hrásalati en dressingin kemur manni skemmtilega á óvart og gefur þessa kremuðu áferð með smá sætu bragði og minnir óneitanlega á klassískt hrásalat með majó, nema ferskara. Þetta er salat og dressing sem þú verður að prófa. Þetta er fullkomið sem hliðarsalat með nánast hverju sem er.

Hrásalat með raw hampfrædressingu

  • 1 haus af lífrænu toppkáli eða ½ haus af hvítkáli

Hampfræmajó með dill

  • 1 dl hampfræ
  • 1 tsk. sinnep (dijon tegund)
  • 2 tsk. dill
  • 1 msk.  smátt skorinn laukur
  • 1 msk. eplaedik frá Beutelsbacher
  • 2 msk. rúsínur (hæg að skipta út fyrir döðlu)
  • ½ -1 dl vatn (fer eftir ósk um áferð)
  • nokkur saltkorn

Aðferð:

  1. Rífið niður toppkálið eða hvítkálið, Hildi finnst gott að nota mandolín, einnig hægt að nota matvinnsluvél en líka hægt að nota hníf að sjálfsögðu en reyna þá að skera það mjög þunnt.
  2. Útbúið dressinguna með því að setja öll hráefnin í lítinn blandara eða vítt glas ef nota á töfrasprota og maukið þar til orðið að sósu með jafnri áferð.
  3. Hellið nú hluta af sósunni yfir kálið og blandið. Stærð kálhausa getur verið ólík svo það þarf svolítið að meta hversu mikið af sósunni þið viljið blanda við kálið. Hildur getur þó lofað að of mikil sósa er ekki að fara að gera salatið verra.
  4. Berið fallega fram og njótið.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert