Frosin margaríta úr einum vinsælasta líkjör í heimi

Svanhildur og Una fulltrúar INNNES buðu upp á smakk á …
Svanhildur og Una fulltrúar INNNES buðu upp á smakk á frosinni margarítu með jarðarberjum á opnunarhátíð RCW í síðustu viku sem sló í gegn. Samsett mynd

Reykjavík Cocktail Weekend (RWC) var að ljúka með glæsilegum lokaviðburði á sunnudaginn, 7. apríl síðastliðinn, sem hófst á stórglæsilegri kynningaropnun sem fram fór í Hörpu síðastliðinn miðvikudag. Fjölmargir birgjar komu saman og settu upp bása til að kynna sínar vörur fyrir gestum hátíðarinnar.  Meðal þeirra sem voru með bás var INNNES.

„Við hjá Innnes ehf. vorum með bás þar sem sumarstemningin var allsráðandi. Fulltrúar frá Innnes buðu gestum og gangandi upp á ískaldan Corona bjór og frosna Cointreau margarítu sem sló heldur betur í gegn,“ segir Jóhanna Ýr Hallgrímsdóttir markaðsstjóri hjá INNNES. Það er Barþjónaklúbbur Íslands sem stendur fyrir þessari árlegu hátíð í samstarfi við alla helstu vínbirgja, veitingahús og bari Reykjavíkur og henni hefur verið gerð góð skil hér á matarvef mbl.is.

Fulltrúar INNNES Svanhildur og Una buðu gestum upp á frosna …
Fulltrúar INNNES Svanhildur og Una buðu gestum upp á frosna margarítu sem sló rækilega í gegn. Ljósmynd/Rebekka Rut Marinósdóttir

Franski appelsínulíkjörinn einn sá vinsælasti í heimi

Engum blöðum er um það að fletta að franski appelsínulíkjörinn Cointreau er einn sá vinsælasti sem framleiddur er í heiminum. „Hann er ekki bara vinsæll einn og sér, ellegar drukkinn út á ís, heldur er hann með allra vinsælustu íblöndunardrykkjum fyrir kokteila af öllu tagi. Cointreau er meðal annars opinberlega einn af drykkjunum sem nota skal þegar blandaður er alvöru Cosmopolitan, samkvæmt alþjóðasamtökum barþjóna (IBA  International Association of Bartenders). Íslendingar hafa líka löngum haft mikið dálæti á þessum ljúfa en um leið kraftmikla drykk og því ekki seinna vænna en að þeir læri að bera nafnið fram rétt; það er ekki „kon-tru“ heldur „kwen-tró“, segir Jóhanna og bætir við að vinsældirnar líkjörsins séu alltaf að vaxa.

Franski líkjörinn Couintreu er einn sá vinsælasti í heimi.
Franski líkjörinn Couintreu er einn sá vinsælasti í heimi. Ljósmynd/Rebekka Rut Marinósdóttir

Frosin margaríta með sumarívafi

Hvernig væri að bjóða upp á frosna margarítu í næsta matarboði eða partíi? Hér kemur einföld og sumarleg uppskrift af frosinni margarítu, uppskrift er fengin af heimasíðu Cointreau og myndin er eftir Lindu Ben uppskriftahöfund og fagurkera. Vert er að geta þess að á heimasíðu Cointreau.com er að finna fjölmargar spennandi uppskriftir að margs konar mergjuðum kokteilum og gráupplagt að hrista fram eitthvað elegant næst þegar tilefni gefst til.

Falleg framsetning á kokteilnum hjá Lindu Ben.
Falleg framsetning á kokteilnum hjá Lindu Ben. Ljósmynd/Linda Ben

Frosin jarðarberja margaríta

  • 3 cl Cointreau líkjör
  • 6 cl Los Tres Tonos Blanco Tequila
  • 3 cl ferskur límónusafi
  • ½ bolli frosin jarðarber
  • 5 klakar
  • 0,5 cl sykursíróp

Aðferð:

  1. Setjið öll hráefnin í blandara og blandið þeim vel saman.
  2. Hellið blöndunni í margarítu glas/hanastélsglas og skreytið með fersku jarðarberi og límónusneið.
  3. Berið fram og njótið.
Margir lögðu leið sína í smakkið.
Margir lögðu leið sína í smakkið. Ljósmynd/Rebekka Rut Marinósdóttir
Gestir og gangandi fengu að njóta þess að fá ískaldan …
Gestir og gangandi fengu að njóta þess að fá ískaldan Corona á þessum flotta bar sem settur var upp í tilefni hátíðarinnar. Ljósmynd/Rebekka Rut Marinósdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka