Lokaviðburður Reykjavík Cocktail Weekend var haldinn í Gamla Bíó á sunnudaginn, 7. apríl síðastliðinn, með pomp og prakt. Mikið fjölmenni tók þátt og dagskráin var æsispennandi og fjölbreytt. Spennan náði hámarki þegar úrslit hátíðarinnar voru kunngjörð.
Drykkur ársins valinn og Íslandsmeistari barþjóna krýndur
Haldinn var galakvöldverður sem skipulagður var af Barþjónaklúbbi Íslands og dagskráin var þétt. Boðið var upp á metnaðarfulla skemmtidagskrá og stigu á stokk Kacper Smarz, heimsmeistari í flair, sem var með stórfenglega flair-sýningu og Júlí Heiðar tróð upp og tryllti lýðinn.
Keppt var í úrslitum um RCW-drykk ársins þar sem Kaldi bar, Jungle, Tipsý, Tres Locos og og Skál etjuðu kappi en það voru þeir fimm barir sem komust áfram í úrslitin eftir forkeppnina sem fram fór á fimmtudaginn síðastliðinn. Kaldi Bar kom, sá og sigraði og vann bikarinn fyrir drykkinn Mr. Klareou sem kemur úr smiðju Kristjáns Högna Kristjánssonar. Jafnframt var Jungle kosinn kokteilbar ársins 2024.
Einnig kepptu keppendur í úrslitum Íslandsmeistaramóts Barþjóna í hraða keppni, en þar þurftu keppendur að reiða fram fimm mismunandi kokteila á undir sjö mínútum. Grétar Matthíasson barþjónn bar sigur úr býtum og var því aftur krýndur Íslandsmeistari annað árið í röð. Grétar fer því út fyrir Íslands hönd í október og keppir á heimsmeistaramótinu í Madeira, Portúgal.
Heildarúrslit kvöldsins voru eftirfarandi:
- Kokteilbar ársins: Jungle
- RCW Drykkur ársins: Mr. Klareou frá Kalda bar eftir Kristján Högna Kristjánsson
- Fagleg vinnubrögð í klassískri kokteilagerð: Grétar Matthíasson á Blik Bistro
- Fallegasti kokteillinn í klassískri kokteilagerð: Grétar Matthíasson á Blik Bistro
- Besti kokteillinn í klassískri kokteilagerð: Grétar Matthíasson á Blik Bistro
- Besti árangur í skriflegu prófi: Bruno Falcao á Fosshótel Reykjavík
- Besti árangur í þef- og bragðprófi: Grétar Matthíasson á Blik Bistro
- Besti árangur í hraðaprófi: Grétar Matthíasson á Blik Bistro
Þeir sem komust í topp fimm á Íslandsmeistaramóti barþjóna:
- Grétar Matthíasson á Blik Bistro
- Jacek Rudecki á Héðni
- Árni Gunnarsson á Soho veitingum
- Reginn Galdur Árnason á Nauthól
- Bruno Falcao á Fosshótel Reykjavík
Þrjú efstu sætin skipuðu:
- Íslandsmeistaratitill 1. sæti: Grétar Matthíasson á Blik Bistro
- Íslandsmeistaramót 2. sæti: Bruno Falcao á Fosshótel Reykjavík
- Íslandsmeistaramót 3. sæti: Jacek Rudecki á Héðni
Í þemakeppninni urðu eftirfarandi barþjónar hlutskarpastir:
- Þema keppni 1. sæti: Sigurjón Tómas Hjaltason hjá Reykjavík Cocktails
- Þema keppni 2. sæti: Freyja Þórisdóttir hjá Reykjavík Cocktails
- Þema keppni 3. sæti: Kría Freysdóttir á Tipsý
Hægt er að fylgjast með störfum Barþjónaklúbbs Íslands á Instagram-síðu þeirra hér.
Grétar fagnaði ákaft eftir að úrslitin voru kunngjörð og Íslandsmeistaratitillinn var í höfn annað árið í röð.
Ljósmynd/Sigurður Steinþórsson
Bruno Falcao lenti í 2. sæti á Íslandsmeistaramóti barþjóna og tekur hér við verðlaunagripnum frá Ivani Svani.
Ljósmynd/Sigurður Steinþórsson
Jacek lenti í 3. sæti.
Ljósmynd/Sigurður Steinþórsson
Jungle var kosinn kokteilbar ársins 2024 og fulltrúar Jungle tóku við viðurkenningunni, alla jafna kallaðir Jungel strákarnir.
Ljósmynd/Sigurður Steinþórsson
Sigurjón Tómas Hjaltason vann þemakeppnina og var ákaft fagnað.
Ljósmynd/Sigurður Steinþórsson
Sigurjón Tómas Hjaltason hjá Reykjavík Cocktails hlaut fyrsta sætið í þemakeppninni, Freyja Þórisdóttir hjá Reykjavík Cocktails annað sætið og Kría Freysdóttir á Tipsý þriðja sætið.
Ljósmynd/Sigurður Steinþórsson
Kaldi Bar kom, sá og sigraði og vann bikarinn fyrir drykkinn Mr. Klareou sem kemur úr smiðju Kristjáns Högna Kristjánssonar.
Ljósmynd/Sigurður Steinþórsson