Þá er komið að helgarbakstrinum sem er ómissandi hér á matarvefnum og nýtur mikilla vinsælda. Hér er á ferðinni er mjög einföld kaka en svo góð og með mildu marsipanbragði sem kemur úr smiðju Brynju Döddu Sverrisdóttur ofan úr fjallinu í Kjós úr Móberginu. Brynja Dadda er ástríðubakari og heillar alla sína gesti með sínum ómótstæðilegu kræsingum. Þessi uppskrift á eftir að valda glundroða, því kakan er svo góð. Spurning hver fær síðustu sneiðina. Kakan er þétt og ekkert lyftiduft er í þessari uppskrift og áferðin er fullkomin.
„Í marga daga er ég búin að hafa í huga að baka marsipanköku. Það var farið að naga mig svo ég ákvað að reyna að finna uppskrift, sem ég átti einhvern tímann til, en nú er orðið ansi langt síðan þessi hefur verið bökuð. Samt er hún svo góð og ofureinföld,“ segir Brynja Dadda og bætir við að hana minni að uppskriftin komi af danskri uppskriftasíðu upphaflega.
Gott að bera kökuna fram með þeyttum rjóma og sumir eru líka til í niðursoðna ávexti með.
Móbergs Massarína
Aðferð: