Mozzarella-fiskréttur sem svínvirkar

Þessi fiskréttur getur ekki klikkað, hér eru mozzarella-perlur og rautt …
Þessi fiskréttur getur ekki klikkað, hér eru mozzarella-perlur og rautt pestó sem gefa bragðið. Ljósmynd/Helga Magga

Þessi fiskréttur er fljótlegur og góður, einmitt það sem maður þarf í miðri viku. Mozzarella-osturinn gerir réttinn svo góðan og er lykilatriðið hér ásamt pestóinu. Uppskriftin kemur úr smiðju snillingsins, Helgu Möggu heilsumarkþjálfa en hún deildi myndbandi að gjörningnum á Instagram-síðu sinni þar sem fylgjendur geta leikið listina eftir. Berið fram með því sem hugurinn girnist til að mynda með hrísgrjónum eða bankabyggi.

Mozzarella fiskréttur

Fyrir 4-5

  • 860 g ýsuflök
  • 180 g rautt pestó
  • 1 dós mozzarella-perlur
  • 10-12 döðlur/110 g
  • Basilíka handfylli
  • Salt og pipar eftir smekk

Aðferð:

  1. Byrjið á því að hita ofninn í 180°C hita.
  2. Því næst er lag að skola fiskinn og þerra, skera svo flökin niður í hæfilega stóra bita. Raðið fisknum í botninn á eldföstu móti og kryddið fiskinn með salti og pipar eftir smekk.
  3. Setjið rauða pestóið yfir fiskinn og dreifið því vel yfir alla bitana.
  4. Skerið döðlurnar í bita og raðið yfir fiskinn.
  5. Setjið síðan mozzarella-kúlurnar yfir fiskinn ásamt niðurskorinni ferskri basilíku.
  6. Setjið því næst réttinn inn í ofn og bakið við 180°C hita í 25 mínútur.
  7. Á meðan er tilvalið að sjóða hrísgrjón, útbúa salat eða jafnvel hita hvítlauksbrauð.
  8. Berið fram með því sem hugurinn girnist og njótið.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert