Styrkleikar Höllu liggja ekki í eldhúsinu en er gift heilsukokki

Halla Tómasdóttir forsetaframbjóðandi ljóstrar hér upp matarvenjum sínum og hæfileikum …
Halla Tómasdóttir forsetaframbjóðandi ljóstrar hér upp matarvenjum sínum og hæfileikum í eldhúsinu. mbl.is/Kristinn Magnússon

For­setafram­bjóðand­inn Halla Tóm­as­dótt­ir seg­ir frá sín­um mat­ar­venj­um og fleiri skemmti­leg­heit­um. Halla tel­ur fátt sam­eina fjöl­skyld­ur og vini bet­ur en góður mat­ur og ein­lægt sam­tal í kring­um mat­ar­borðið. Hún seg­ist líka vera lán­söm að vera gift heilsu­kokki sem sér meira og minna um alla mat­ar­gerðina.

Vann í fiski

Halla er alin upp í Kópa­vogi en býr í dag á Klapp­ar­stíg í miðbæ höfuðborg­ar­inn­ar en Halla hef­ur lært og starfað í Banda­ríkj­un­um, Bretlandi og í Dan­mörku en kem­ur alltaf aft­ur heim, enda best að búa á Íslandi og hvergi betri mat­ur, eða betri kokk­ar. Hún var í sveit, vann í fiski, tók virk­an þátt í upp­bygg­ingu Há­skól­ans í Reykja­vík, bjó til og leiddi verk­efnið Auður í krafti kvenna og var ann­ar stofn­enda Auðar Capital.

„Ég er svo lán­söm að vera gift heilsu­kokki svo hann hef­ur eig­in­lega tekið yfir allt sem teng­ist eld­hús­inu á okk­ar heim­ili. En stöku sinn­um fæ ég þó að hjálpa aðeins til og stund­um set ég sam­an mat­seðil­inn, þó hann sjái að mestu um elda­mennsk­una. Ég fagna þessu, enda er allt sem hann eld­ar betra en það sem ég gæti gert og ég hef þá ein­lægu trú að hvert og eitt okk­ar eigi að vinna með styrk­leika sína, mín­ir liggja ekki í eld­hús­inu, en hans gera það sann­ar­lega,“ seg­ir Halla ein­læg.

Gríðarleg tæki­færi til framtíðar

Halla er hrif­in af því sem er að ger­ast í mat­ar­menn­ingu lands­ins og fékk smjörþef­inn af því um nýliðna helgi. „Mat­arkista Íslands er al­gjör­lega ein­stök og í því fel­ast gríðarleg tæki­færi til framtíðar eins og mátti sjá á Mat­ar­markaði Íslands í Hörpu síðustu helgi. Þar var sköp­un­ar­gáfa Íslend­inga svo sann­ar­lega til sýn­is sem og hjá kepp­end­um um Kokk árs­ins sem var líka um síðustu helgi,“ seg­ir Halla.

Halla er á því að mat­ur skipti miklu máli fyr­ir okk­ur öll og sam­fé­lagið í heild sinni. Hún svaraði nokkr­um spurn­ing­um um mat­ar­venj­ur sín­ar og þeim staðreynd­um sem tengj­ast þeim.

Borðar ekki morg­un­mat

Hvað færðu þér í morg­un­mat?

„Ég borða ekki morg­un­mat. Ég drekk eitt vatns­glas með sítr­ónu og einn svart­an kaffi­bolla.“

Borðar þú oft á milli mála og hvað þá helst?

„Ég borða ekki oft á milli mála, hef sjald­an tíma til þess, en ef ég fæ mér eitt­hvað á milli mála þá eru það helst ávext­ir.“

Finnst þér ómiss­andi að borða há­deg­is­verð?

„Já, há­deg­is­verður­inn er fyrsta máltíð dags­ins hjá mér og mér finnst best þegar ég næ að borða mína aðal­máltíð í há­deg­inu, en al­mennt borða ég bara tvær máltíðir á dag.“

Hvað áttu alltaf til í ís­skápn­um?

„Kristal, sítr­ónu, ís­lenskt smjör og skyr.“

Þegar þú ætl­ar að gera vel við þig og vel­ur veit­ingastað til að fara á hvert ferðu?

„Ég held mikið uppá Aust­ur Indía­fé­lagið en finnst alltaf gam­an að prófa nýja staði og flest­ir veit­ingastaðir á Íslandi eru bara virki­lega góðir.“

Er ein­hver veit­ingastaður úti í heimi sem er á „Bucket“-list­an­um yfir þá staði sem þú verður að heim­sækja?

„Okk­ur hef­ur lengi langað á Blue Hill Farm to Table veit­ingastaðinn í New York þar sem unnið er með öll hrá­efni beint frá bónda. Allt hrá­efni er sótt í nærum­hverfið. Finnst þetta spenn­andi hug­mynda­fræði og myndi vilja sjá okk­ur vinna enn meira með slíka hugs­un í ís­lenskri ferðaþjón­ustu.“

Steikt­ur fisk­ur með lauk og kart­öfl­um á sess í mín­um maga

Upp­á­halds­rétt­ur­inn þinn?

„Steikt­ur fisk­ur með lauk og kart­öfl­um á al­veg sér­stak­an sess í mín­um maga. Það er svona „ég er kom­in heim“ mat­ur fyr­ir mér.“

Hvort vel­ur þú kart­öfl­ur eða sal­at á disk­inn þinn?

„Það fer al­veg eft­ir því hvað ég er að borða, stund­um vel ég bæði.“

Hvort finnst þér skemmti­legra að baka eða mat­reiða?

„Ég er mun lík­legri til að elda mat en að baka, en ég sé þó alltaf um að gera jólaís­inn og baka Sör­ur með æsku­vin­konu minni.“

Föstu­dag­ar pítsu­dag­ar

Þegar þú færð þér pítsu hvað vel­ur þú á hana?

„Björn bak­ar pítsur á föstu­dög­um og býr þær til frá grunni. Ég fæ ekki betri pítsur neins staðar, en þær eru jafn fjöl­breytt­ar og föstu­dag­arn­ir eru marg­ir og eru orðnar svo vin­sæl­ar að fólk finn­ur sér gjarn­an til­efni til að heim­sækja okk­ur á föstu­dags­kvöld­um. Mín upp­á­halds er með græn­meti, döðlum og geita­osti og Bjössa „special“ sósu.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert