Heit súkkulaðikaka með ís sem bráðnar í munni

Berglind Hreiðars hjá Gotterí og gersemar kann að kitla bragðlaukana …
Berglind Hreiðars hjá Gotterí og gersemar kann að kitla bragðlaukana með sælkerakræsingum. Hér býður hún upp á heita súkkulaðiköku með ís. Samsett mynd

Það er komin helgi og þá má gera vel við sig. Fátt betra en heit súkkulaðikaka með ís. Hér ein dásamleg uppskrift að slíkri sem kemur úr smiðju Berglindi Hreiðars hjá Gotterí og gersemar. Hún mælir með að einfalda okkur lífið og nota kökumix, það spari bæði tíma og þrif. Það er vel hægt að mæla með þessari frá henni Berglindi, þetta er dásamleg blaut súkkulaðikaka sem passar svo vel með rjómaís, fullkomin tvenna.

„Ég hef alla tíð elskað að leika mér með kökumix og finnst mér frábært að geta stytt mér leið í bakstrinum með slíkum hætti. Þegar við bjuggum í Bandaríkjunum voru heilu veggirnir með alls kyns kökumixum en alltaf endaði ég á Betty vinkonu minni því hún er einfaldlega best,“ segir Berglind.

Freistandi að fá sér þessa dýrð um helgina.
Freistandi að fá sér þessa dýrð um helgina. Ljósmynd/Berglind Hreiðars

Heit súkkulaðikaka með ís

  • 2 pkBetty Crocker Chocolate Chip mix
  • 2 msk. bökunarkakó
  • 150 g smjör (brætt)
  • 30 ml vatn
  • 60 g dökkt súkkulaði (gróft saxað)
  • Emmess ís með vanillubragði eða ís að eigin vali
  • Þykk karamellusósa

Aðferð:

  1. Hitið ofninn í 160°C.
  2. Smyrjið eldfast mót/pönnu að innan með vel af smjöri.
  3. Setjið Betty Crocker duftið í skál ásamt bökunarkakó, bræddu smjöri og vatni.
  4. Hrærið/pískið saman og setjið síðan dökka súkkulaðið saman við í lokin.
  5. Hellið í formið og bakið í 16-20 mínútur (eftir því hversu blauta þið viljið hafa kökuna).
  6. Leyfið henni aðeins að kólna og berið síðan fram volga með ís og karamellusósu.
  7. Einnig er gott að setja smá karamellukurl á toppinn en þess þarf þó ekki.
  8. Njótið í botn, það má. 
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert