Nýjasta uppskriftin úr Húsó-eldhúsinu gulrótarmauksúpa

Gulrótarmauksúpan er bæði holl og góð auk þess að hráefnið …
Gulrótarmauksúpan er bæði holl og góð auk þess að hráefnið í súpuna er hagstætt fyrir budduna. mbl.is/Kristinn Magnússon

Fast­ur liður á laug­ar­dags­morgn­um á mat­ar­vefn­um eru leynd­ar­dóms­fullu upp­skrift­irn­ar úr Húsó-eld­hús­inu í Hús­stjórn­ar­skól­an­um sem njóta mik­illa vin­sælda hjá les­end­um matarvefsins. Að þessu sinni deil­ir Marta María Arn­ars­dótt­ir skóla­meist­ari Hús­stjórn­ar­skól­ans með les­end­um upp­skrift að gulróarmauksúpu sem hún segir að sé fullkomin í hádegisverð eða jafnvel sem forréttur með kvöldverði. Þetta er sannkölluðu hollustu súpa og þeir sem elska gulrætur eiga eftir halda upp á þessa súpu. Auk þess er hráefniskostnaðurinn í þessa súpu hagstæður fyrir budduna.

Gulrótarmauksúpa

  • ½ laukur
  • 1 msk. smjör
  • 500 g gulrætur (eða 250 g gulrætur og 250 g sætar kartöflur)
  • 8-9 dl kjúklingasoð
  • 1 tsk. karrí
  • ½ tsk. óreganó
  • 1 og ½ dl matreiðslurjómi

Aðferð:

  1. Saxið laukinn og steikið í potti.
  2. Skerið gulræturnar í bita og sjóðið í kjúklingasoðinu ásamt lauk og kryddi í 10-15 mínútur.
  3. Setjið allt í matvinnsluvél eftir suðu og maukið.
  4. Hitið súpuna aftur að suðu.
  5. Bætið rjómablandi saman við.
  6. Salt og pipar eftir smekk.
  7. Berið fram og njótið.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert