Fastur liður á laugardagsmorgnum á matarvefnum eru leyndardómsfullu uppskriftirnar úr Húsó-eldhúsinu í Hússtjórnarskólanum sem njóta mikilla vinsælda hjá lesendum matarvefsins. Að þessu sinni deilir Marta María Arnarsdóttir skólameistari Hússtjórnarskólans með lesendum uppskrift að fiskbollum með karrísósu sem mörgum þykja vera heimsins bestu fiskbollur. Með fiskbollunum er gjarnan boðið upp á ferskt salat, grjón, karrísósu og heimalagað remúlaði.
„Hérna í Húsó gerum við stundum nokkrar sósur með matnum, sitt sýnist hverjum og smekkur fólks getur líka verið misjafn þá er gott að hafa val. Matreiðslukennarinn okkar, Guðrún, er iðulega kenna margt í einu og þá eru stundum nokkrar sósur með matnum og nemendur geta prófað sig áfram hvað þeim þykir passa best. Til að mynda getur verið gott að fá sér heimalagað remúlaði með fiskbollunum,“ segir Marta María. Uppskriftina að remúlaðinu má finna í eldri grein hér fyrir neðan.
Húsó-fiskbollur með karrísósu
Fiskbollur
Aðferð:
Karrísósa
Aðferð: