Helga Gabríela sló í gegn á smurbrauðsnámskeiðinu

Í tilefni danskra daga hjá Hagkaup var boðið upp á …
Í tilefni danskra daga hjá Hagkaup var boðið upp á smurbrauðsnámskeið með Helgu Gabríelu sem sló rækilega í gegn. Samsett mynd

Í tilefni danskra daga hjá Hagkaup var boðið upp á smurbrauðsnámskeið með Helgu Gabríelu í Hagkauð í Smáralind sem sló rækilega  í gegn. Það fylltist fljótt á námskeiðið eftir að það var auglýst enda smurbrauð gríðarlega vinsæl hér á landi.

Danskir dagar hófust þann 18. apríl síðastliðinn og standa til 28. apríl næstkomandi. „Í tilefni þeirra buðum við upp á ýmsa viðburði, meðal annars þetta skemmtilega námskeið með Helgu Gabríelu og við erum afar glöð með viðtökurnar sem námskeiðið fékk. Viðtökurnar á námskeiðinu sýna glöggt hve áhugasamir Íslendingar á þessari frábæru matarhefð Dana, smurbrauðsgerðinni,“ segir Eva Laufey Kjaran markaðs- og upplifunarstjóri Hagkaups.

„Eftir námskeiðið buðum við gestum upp á smurbrauð frá veisluþjónustunni okkar Veisluréttum en smurbrauðin hafa verið mjög vinsæl og mikið um pantanir fyrir ýmis konar tilefni,“ segir Eva Laufey að lokum.

 

Helga Gabríela var smurbrauðsnámskeið í Hagkaup í tilefni danskra daga.
Helga Gabríela var smurbrauðsnámskeið í Hagkaup í tilefni danskra daga. Ljósmynd/Blik Studíó
Fjölmennt var á námskeiðinu.
Fjölmennt var á námskeiðinu. Ljósmynd/Blik Studíó
Helga Gabríela kenndi námskeiðsgestum rétta handbragðið við smurbrauðgerðina.
Helga Gabríela kenndi námskeiðsgestum rétta handbragðið við smurbrauðgerðina. Ljósmynd/Blik Studíó
Námskeiðsgestir voru mjög áhugasamir.
Námskeiðsgestir voru mjög áhugasamir. Ljósmynd/Blik Studíó
Afraksturinn var hinn glæsilegasti.
Afraksturinn var hinn glæsilegasti. Ljósmynd/Blik Studíó
Boðið var upp á smurbrauð frá veisluþjónustunni Veisluréttir.
Boðið var upp á smurbrauð frá veisluþjónustunni Veisluréttir. Ljósmynd/Bliks Studíó
Gestirnir nutu þess að snæða smurbrauð.
Gestirnir nutu þess að snæða smurbrauð. Ljósmynd/Blik Studíó
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert