Í tilefni þess að sumarið er komið og að það stefnir í grillsumar deilir Hrefna með lesendum Morgunblaðsins uppskriftinni að sínum uppáhaldshamborgara sem hún lofar að eigi eftir að slá í gegn.
Hrefna er landsmönnum vel kunnug, menntaður matreiðslumeistari og eigandi Fiskmarkaðarins, Grillmarkaðarins, Uppi bar, Skúla Craftbar og La Trattoria á Hafnartorgi. Auk þess er hún sjónvarpskokkur og hefur gefið út nokkrar matreiðslubækur svo fátt sé nefnt. Það er því ekki amalegt að fá hana til að svipta hulunni af sínum uppáhaldshamborgara fyrir sumargrillið.
„Ég grilla mjög mikið árið um kring. Við erum með kolagrill heima og svo pítsuofn sem við kveikjum upp í með eldivið. Við erum hrifin af því að elda mat með og á eldi. Það er einhver stemning í því. Bragðið verður líka svo gott. Þegar maður eldar hamborgara þá er fólk stundum að elda þá of lítið en það á alltaf að elda hamborgara alveg í gegn. Ég elska hamborgara. Bæði út af því að þeir eru góðir og svo kvartar enginn þegar það eru hamborgarar í matinn. Þegar maður fyllir þá svona þá fær maður beikon og ost í hverjum bita. Mæli með að prufa ykkur áfram með allskonar fyllingar. Svo gott og skemmtileg tilbreyting. Síðan er lag að velja sitt uppáhaldsgrænmeti á hamborgarann og leyfa hverjum og einum að velja sitt. Dressingin sem mér finnst best á þennan hamborgara er japanskt majó sem bragð er af. Grillaður hamborgari er nokkuð sem allir í fjölskyldunni minni elska,“ segir Hrefna með bros á vör og hlakkar til grillsumarsins.
Grillaður hamborgari fylltur með stökku beikoni og maribo-osti með límónumajónesi
Aðferð:
Meðlæti og samsetning
Japanskt majó
Aðferð: