Föstudagar eru pítsudagar hjá mörgum fjölskyldum og nú er komið að uppskrift matarvefsins fyrir föstudagspítsuna sem lesendur geta prófað og máta sig við.
Að þessu sinni er það hollustupítsa með parmaskinku og burrata osti og í pítsagerðina að þessu sinni notaði ég lífræna pítsubotna frá Ebbu Guðnýju og Kaju sem eru alveg frábærir. Þeir eru glútenlausir og lífrænir og fullkomið í grípa í þá þegar holla pítsu skal gera á skömmum tíma.
Pítsubotnarnir fást meðal annars í Hagkaup og eru seldir frosnir, tveir botnar í hverri pakkningu. Botnarnir eru forbakaðir en það upplagt að forbaka þá aftur ef þið viljið hafa þá stökka.
Burrata-ostur er algjört sælgæti að njóta á pítsu og hægt er að leika sér með meðlætið, eftir því sem ykkur langar til. Það er líka gott að setja heimagert pestó ofan á burrata ostinn á pítsunni.
Burrata og parmaskinku pítsa á holla mátann
Fyrir 2
Aðferð: