Baldur segir fátt vera leiðinlegra en að vera svangur

Baldur Þórhallsson upplýsir lesendur matarvefsins um skemmtilegar matarvenjur og hefðir. …
Baldur Þórhallsson upplýsir lesendur matarvefsins um skemmtilegar matarvenjur og hefðir. Hann segist eiga það til að drekka óhóflega mikið magn af kaffi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Bald­ur Þór­halls­son pró­fess­or í stjórn­mála­fræði og for­setafram­bjóðandi er viðmæl­andi mat­ar­vefs mbl.is að þessu sinni. Bald­ur ferðast þessa dag­ana um landið og fund­ar með kjós­end­um. Hann býður þeim gjarn­an upp á vöffl­ur með rjóma, en sjálf­ur er hann með mjólkuróþol og slepp­ir rjóm­an­um. Hann vík­ur þó ekki frá þeirri reglu sinni að borða holl­an og góðan mat, trygg­ir að hann fái sinn dag­lega græn­met­is­skammt og borðar ávexti inn á milli. Hann og Fel­ix Bergs­son, eig­inmaður hans, reyna líka eft­ir fremsta megni að halda í morg­un­stund­irn­ar sín­ar. „Við tök­um okk­ur alltaf góðan tíma í morg­un­mat­inn, sitj­um sam­an og för­um yfir all­ar nýj­ustu frétt­ir, drekk­um kaffi og skipt­umst á skoðunum. Það er af­skap­lega gott að vekja sál og lík­ama á þann hátt.“

Deil­ir fróðleik með fjöl­skyld­unni

Bald­ur seg­ist lesa tölu­vert mikið um mataræði og holl­ustu. „Ég hef líka séð marga áhuga­verða þætti um efnið, til dæm­is hjá BBC. Ég nota oft tæki­færið og áfram­sendi upp­lýs­ing­arn­ar á aðra í fjöl­skyld­unni. Af ein­hverj­um ástæðum eru þau ekk­ert alltaf him­in­lif­andi með þessa áminn­ing­ar mín­ar um að unn­in mat­væli séu af hinu illa og að það sé ekk­ert til sem heit­ir holl­ur skammt­ur af áfengi. Þessi dauf­legu viðbrögð hvetja mig áfram, frem­ur en hitt,“ seg­ir Bald­ur. 

Hvað færðu þér í morg­un­mat?

„Ég fæ mér oft­ast steikt egg, flat­köku og græn­meti.“

Borðar þú oft á milli mála og hvað þá helst?

„Ég er gjarn­an með hnet­ur og rús­ín­ur í vas­an­um og get sótt mér orku þangað á milli mála. Svo gríp ég oft í cheer­i­os og ef það er ekki til jurtamjólk þá set ég bara vatn á morgun­kornið sem börn­un­um mín­um finnst stórund­ar­legt.“

Fátt leiðin­legra en að vera svang­ur

Finnst þér ómiss­andi að borða há­deg­is­verð?

„Mér finnst all­ar máltíðir ómiss­andi og fátt sem mér finnst leiðin­legra en að vera svang­ur.“

Hvað áttu alltaf til í ís­skápn­um?

„Egg, flat­kök­ur, humm­us, spínat, papriku, gúrku og gul­ræt­ur.“

Upp­á­halds­grill­mat­ur­inn þinn?

„Fisk­ur er alltaf í upp­á­haldi, hvort sem hann er soðinn, steikt­ur eða grillaður. Ég fæ aldrei nóg af fiski.“

Þegar þú ætl­ar að gera vel við þig í mat og drykk og vel­ur veit­ingastað til að fara á hvert ferðu?

„Góðir fisk­veit­ingastaðir eru alltaf fyrsta val. Ég elska líka alls kon­ar fram­andi mat og finnst ein­stak­lega gam­an að ferðast um fjöl­breytta krydd­heima. Þar er tæl­ensk­ur mat­ur í sér­stöku upp­á­haldi.“

Er ein­hver veit­ingastaður úti í heimi sem er á „bucket-list­an­um“ yfir þá staði sem þú verður að heim­sækja?

„Við Fel­ix höf­um ákaf­lega gam­an að því að ferðast og reyn­um að ferðast til fram­andi landa reglu­lega. Ég kort­legg ekki ferðir mín­ar eft­ir veit­inga­stöðum, læt frek­ar kylfu ráða kasti inn á hvaða veit­inga­hús ég rata á ferðalög­um. Oft heppn­ast það ákaf­lega vel en stund­um verður maður auðvitað fyr­ir von­brigðum. Það skipt­ir engu máli, allt er þetta áhuga­vert og eft­ir­minni­legt, hvert á sinn hátt.“

Að sitja með barna­börn­un­um eft­ir leik­skóla

Hvaða mat­ar­upp­lif­un stend­ur upp úr í lífi þínu?

„Hún teng­ist ekki matn­um á boðstól­um, held­ur fé­lags­skapn­um. Ég veit ekk­ert dá­sam­legra en að sitja með barna­börn­un­um eft­ir leik­skóla og borða með þeim niður­skorna ávexti eða lifr­ar­pylsu með hafra­graut. Veisl­urn­ar verða ekki betri.“

Hvað er það versta sem þú hef­ur bragðað?

„Ég er ekki mat­vand­ur og man ekki eft­ir ein­hverri hroðal­egri upp­lif­un. Mat­ur er sjaldn­ast vond­ur, bara ákaf­lega mis­jafn­lega góður.“

Upp­á­haldskokk­ur­inn þinn? 

„Fel­ix er minn upp­á­haldskokk­ur og hann hef­ur mjög gam­an að því að elda. Bróðir hans Þórir rek­ur Snaps og er kokk­ur og það má því segja að þetta sé í ætt­inni. Best finnst mér hins veg­ar að fá ein­fald­an heim­il­is­mat eins og steikt­an fisk í raspi og það er eng­inn sem ger­ir hann bet­ur en Fel­ix. Mamma mín hún Þor­björg Hans­dótt­ir var líka dá­sam­leg­ur kokk­ur og sá alltaf til þess að all­ir væru sadd­ir og sæl­ir. Ég hef ekki enn fengið eins gott slát­ur eins og hún gerði eða hrossa­bjúga.“

Upp­á­halds­drykk­ur­inn þinn?

Ég er að mestu í vatn­inu og svo á ég það til að drekka óhóf­legt magn af kaffi.“

Hvort vel­ur þú kart­öfl­ur eða sal­at á disk­inn þinn?

„Sal­at.“

Baldur segir að það sé aldrei hátíðarmatur heima hjá þeim …
Bald­ur seg­ir að það sé aldrei hátíðarmat­ur heima hjá þeim Fel­ix í Túns­bergi án þess að hann beri fram Pik-Nik kart­öflu­strá. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Hætta að setja rús­ín­ur og ban­ana í fisk­rétti

Hvort finnst þér skemmti­legra að baka eða mat­reiða?

„Mér finnst skemmti­legra að elda en enda þá oft­ast í til­rauna­elda­mennsku og börn­in hafa beðið mig að hætta að setja rús­ín­ur og ban­ana í fisk­rétti svo ég læt Fel­ix oft­ast um elda­mennsk­una sem og bakst­ur­inn.“

Ertu góður kokk­ur?

„Ég bjarg­ast ágæt­lega. Barna­börn­in eru sátt. Sum­ir siðir mín­ir þykja kannski ekki til marks um að ég sé á ein­hverj­um Michel­in-kvarða í elda­mennsk­unni, til dæm­is er aldrei hátíðarmat­ur hér heima hjá okk­ur í Túns­bergi án þess að ég beri fram Pik-Nik kart­öflu­strá. Mér finnst þau ein­fald­lega ómiss­andi. Rús­ínu ást­in skil­ar sér líka í hátíðarmat­inn því ég bý til veg­an romm- og rús­ínuís á jól­un­um.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert
Loka