Halla mætti ásamt fjölmenni í Diskósúpu hjá Húsó

Diskósúpurnar fjórar slógu í gegn í Húsó. Nemendurnir í Húsó …
Diskósúpurnar fjórar slógu í gegn í Húsó. Nemendurnir í Húsó útbjuggu súpurnar í samstarfið við Dóru Svavarsdóttur frá Slow Food Reykjavík samtökunum sem á heiðurinn af uppskriftunum. Samsett mynd/Kristinn Magnússon

Hússtjórnarskólinn í Reykjavík og Slow Food Reykjavík samtökin, buðu upp á Diskósúpu mánudaginn 29. apríl síðastliðinn til að vekja athygli á því gríðarstóra vandamáli sem matarsóun er. Rúmlega 70 manns komu og fengu sér smakk af 4 Diskóssúpum sem komu úr leyndardómsfulla eldhúsinu í Húsó.

Dóra Svavarsdóttir matreiðslumeistari, kennari og formaður Slow Food Reykjavík sem vill gjarnan láta kalla sig „Besta Ruslakokk“ landsins var nemendum Húsó til halds og traust í súpugerðinni og á heiðurinn af uppskriftunum að Diskósúpunum sem runnu ljúft ofan í gesti.

Matseðill dagsins þennan góða mánudag í Húsó.
Matseðill dagsins þennan góða mánudag í Húsó. mbl.is/Kristinn Magnússon

Diskósúpur eldaðar úr hráefni sem átti að henda

„Síðasta helgin í apríl er tileinkuð vitundarvakningu á matarsóun hjá Slow Food samtökunum um allan heim. Þá eru eldaðar Diskósúpur úr hráefni sem hefði átt að henda einhverra hluta vegna. Það er hækkað í tónlistinni og gómsætar súpur töfraðar fram í góðri stemningu og gefnar gestum og gangandi á sama tíma og þetta stóra vandamál er rætt og reynt að leita lausna,“ segir Marta María Arnarsdóttir skólameistari Hússtjórnarskólans. Meðal þeirra sem mættu í Diskósúpu og létu sig málefnið varða voru hjónin Halla Tómasdóttir forsetaframbjóðandi til forseta Íslands og eiginmaður hennar Björn Skúlason heilsukokkur.

Marta María segir að Húsó-teymið sé vel meðvitað um mikilvægi þess að finna lausnir til að sporna gegn matarsóun. „Nýjustu rannsóknir sýna að 160 kg. af mat fara í ruslið á mann á Íslandi, 40% af því gerist heima hjá okkur.  Þá eru ekki talin matvæli í vökvaformi sem fara í niðurfallið.  Það er því ekki bara til mikils að vinna fyrir umhverfið að minka matarsóun, heldur hjálpar það mikið til við að halda heimilisbókhaldinu réttum megin við strikið,“ segir Marta María alvörugefin.

Hagnýt ráð til að sporna gegn matarsóun

  • Hér eru nokkur hagnýt ráð til að sporna við matarsóun á heimilum:
  • Búið til matseðil fyrir vikuna.
  • Gerið innkaupalista og athugið í skápum og frystum hvað er til.
  • Nýtið afganga sem hráefni í nýja rétti.
  • Notið frystinn.
  • Þekkið muninn á best fyrir og notist fyrir dagsetningum.
  • Njótið þess að nýta sköpunarkraftinn í að búa til góðan mat úr því sem við eigum.

Uppskriftin af Diskósúpunni

Hér er ljóstra Marta María og Dóra uppskriftinni af Diskósúpunni frægu sem var meðal annars í boðið.

Diskósúpa

  • 40 kg grænmeti og annar matur sem á að henda úr búðum úr nágrenninu.
  • 40 l vatn
  • 1 stk. bíll og bílstjóri
  • 3 stk. frumkvæði
  • 4 símtöl og nokkrir tölvupóstar
  • Fullt af hamingju og góðri tónlist
  • Slatti af gleði
  • Skreytt með ánægju
  • Og borðað með bestu lyst.

„Súpurnar sem við elduðum voru m.a. innblásnar af þessari hér að neðan, en við notuðum ekki blómkál, heldur annað grænmeti, og ekki kókos, bættum bara meiru vatni við og slepptum linsunum og settum kartöflur líka. Verum óhrædd við að elda úr því sem við eigum, leyfum sköpunargleðinni að  njóta sín í eldhúsinu og njótum þess að borða góðan mat,“ segir Dóra. 

Diskósúpurnar fjórar sem framreiddar voru fyrir gesti og gangandi.
Diskósúpurnar fjórar sem framreiddar voru fyrir gesti og gangandi. mbl.is/Kristinn Magnússon

Kókossúpa með blómkáli

  • 400 ml kókosmjólk
  • 400 ml niðursoðnir tómatar, maukaðir
  • 100 g puy linsur
  • 50 g engifer, rifið eða fínt saxað
  • 1 hvítlaukur, gylltur
  • 1 laukur, skorinn í sneiðar
  • ½  stk. blómkál skorið í hæfilega bita
  • Salt og pipar eftir smekk
  • 1,5 l vatn
  • 1stk. chili pipar, má sleppa
  • söxuð ítölsk steinselja, eftir smekk
  • timian, lárviðarlauf eftir smekk
  • túrmerik eftir smekk
  • cumin eftir smekk, má sleppa

Aðferð:

  1. Gyllið hvítlauk í potti þar til hann er orðinn mjúkur.
  2. Svitið laukur og engifer, chili, timian og setjið lárviðarlauf út í.
  3. Setjið tómata út í ásamt kókos og vatni.
  4. Bætið linsum og hvítlauk út í og soðið í u.þ.b. 30 mínútur.
  5. Bætið meiru vatni út í ef ykkur finnst hún of þykk.
  6. Smakkið til og setjið blómkálið sett út í lokin.
  7. Berið fram og njótið.
Fjölmenni mætti að njóta afraksturins hjá nemendunum hjá Húsó.
Fjölmenni mætti að njóta afraksturins hjá nemendunum hjá Húsó. mbl.is/Kristinn Magnússon
Gleðin var við völd með gestir nutu þess að snæða …
Gleðin var við völd með gestir nutu þess að snæða súpurnar. mbl.is/Kristinn Magnússon
Björn Skúlason eiginmaður Höllu er heilsukokkur og mjög áhugasamur um …
Björn Skúlason eiginmaður Höllu er heilsukokkur og mjög áhugasamur um að leggja sitt af mörkum til að sporna gegn matarsóun. mbl.is/Kristinn Magnússon
Stund á milli stríða hjá nemendunum í Húsó. Kærkomin útivist …
Stund á milli stríða hjá nemendunum í Húsó. Kærkomin útivist eftir eldamennskuna. mbl.is/Kristinn Magnússon
Marta María Arnarsdóttir skólameistari Húsó og Halla Tómasdóttir forsetaframbjóðandi ræða …
Marta María Arnarsdóttir skólameistari Húsó og Halla Tómasdóttir forsetaframbjóðandi ræða heimsmálin þegar kemur að því að sporna gegn matarsóun. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka