Salat vikunnar: Andasalat með mandarínum og geitarosti

Brakandi ferskt og bragðgott andasalat fyrir vandláta er salat vikunnar …
Brakandi ferskt og bragðgott andasalat fyrir vandláta er salat vikunnar að þessu sinni. Ljósmynd/Sjöfn

Sal­at vik­unn­ar á mat­ar­vefn­um að þessu sinni kem­ur úr smiðju greinarhöfundar, andasalat með mandarínum og geitarosti sem ávallt slær í gegn á mínu heimili. Hægt er að leika sér með innihaldið en ég er iðin við að breyta innihaldinu í salatinu hverju sinni. Stund­um eru í sal­at­inu harðsoðin egg, ástríðuávöxt­ur, granatepla­fræ og perlu­lauk­ur, eða bara það sem ég á til í ís­skápn­um hverju sinni sem pass­ar með önd. Andasalat geri ég gjarnan eftir að hafa verið með önd í matinn, hvort sem það hafa verið andalæri eða andabringur og nýti afgangana í salatið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert