Helga Magga slær í gegn með hrísgrjónavefjum

Þessar hrísgrjónavefjur líta vel út og þess virði að prófa.
Þessar hrísgrjónavefjur líta vel út og þess virði að prófa. Samsett mynd

Helga Magga heilsumarkþjáfli og áhrifavaldur fer á kostum þessa dagana í einföldum uppskriftum og uppáhaldsdrykkurinn hennar, Coke án sykurs, er aldrei langt undan. Á dögunum galdraði Helga Magga þessar dásamlegu hrísgrjónavefjur fram og notar í þær kjúkling sem hún kaupir tilbúinn grillaðan. Það gerir matseldina bæði einfaldari og fljótlegri. Hægt er að sjá Helgu Möggu útbúa hrísgrjónavefjurnar í myndbandi hér sem hún deildi með fylgjendum sínum á Instagram.

Hrísgrjónavefjur með kjúkling

Fyrir 3-4

  • 1 stk. heill grillaður kjúklingur (fæst í Hagkaup)
  • 1 dl hoisin-sósa
  • 2 msk. hrísgrjónaedik
  • 2 msk. sojasósa
  • Blandað grænmeti að eigin vali, t.d. gulrætur, kál, rauðkál, blaðlauk, kóríander eða það sem þú átt til í ísskápnum
  • Hrísgrjónavefjur
  • Sriracha-sósa eftir smekk
  • Sesamfræ eftir smekk

Aðferð:

  1. Byrjið á því að rífa kjúklinginn niður og blandið saman við hann hoisin-sósu, hrísgrjónaediki og sojasósu.
  2. Skerið niður grænmeti eftir smekk, til dæmis gulrætur, kál, rauðkál, blaðlauk og kóríander.
  3. Setjið hrísgrjónavefjurnar í volgt vatn í um það bil 30 sekúndur.
  4. Raðið þeim á bretti og fyllið með kjúklingi og grænmeti og rúllið upp, líkt og Helga Magga gerir í myndbandinu.
  5. Bætið við sriracha-sósu og sesamfræjum eftir smekk ef vill.
  6. Njótið vel.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert