Kjörið tækifæri til að heimsækja Húsó

Hússtjórnarskólinn er í reisulegu og fallegu húsi á Sólvallagötu sem …
Hússtjórnarskólinn er í reisulegu og fallegu húsi á Sólvallagötu sem er mikið prýði fyrir götumyndina. Þarna gerast töfrarnir í eldhúsinu. Ljósmynd/Hússtjórnarskólinn

Síðastliðnar vikur og mánuði hafa les­end­ur mat­ar­vefs­ mbl.is fengið að njóta upp­skrifta á hverj­um laug­ar­degi sem koma úr hinu leynd­ar­dóms­fulla eld­húsi í Hús­stjórn­ar­skól­an­um. Skóla­meist­ar­inn Marta María Arn­ars­dótt­ir þar á bæ hefur svipt hul­unni af nokkr­um vel völd­um rétt­um sem eiga sér sögu og hafa fylgt Hús­stjórn­ar­skól­an­um gegn­um tíðina. Uppskriftirnar hafa slegið í gegn hjá lesendum og njóta mikilla vinsælda.

Kaffihlaðborð með heitu súkkulaði og öllu tilheyrandi

Laugardaginn 11. maí næstkomandi milli klukkan 13:30 og 17:00 verður opið hús í Hússtjórnarskólanum, sem alla jafna er kallaður Húsó, að Sólvallagötu 12 í hjarta borgarinnar. Gestir munu geta að litið á handverkssýningu nemenda ásamt því að gæða sér á kaffihlaðborði með heitu súkkulaði og öllu tilheyrandi sem nemendur standa fyrir. Einnig verður hægt að kaupa heimagerðar sultur, lagkökur, smákökur, nýsteiktar kleinur, hitaplatta, hárteygjur og handavinnupoka svo fátt sé nefnt. Þarna er á ferð kærkomið tækifæri til að heimsækja Húsó en húsið er einstaklega reisulegt og fallegt og híbýlin söguleg.

Á slóðir Húsó

Þættirnir Húsó voru á skjánum á RÚV í vetur og nutu einnig mikilla vinsælda. Tökurnar fóru að mestu leyti fram í skólanum og gaman verður líka fyrir gesti og gangandi að koma inn í leikmyndina úr þáttunum og endurupplifa stemninguna úr Húsó.

Hægt er að lesa nánar um viðburðinn hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert