Svona eru matarvenjur Jóns

Jón Gnarr upplýsir lesendur matarvefsins um matarvenjur sínar og siði.
Jón Gnarr upplýsir lesendur matarvefsins um matarvenjur sínar og siði. Ljósmynd/Jón Gnarr

Jón Gn­arr leik­ari, listamaður, grín­isti og for­setafram­bjóðandi, er viðmæl­andi mat­ar­vefs mbl.is að þessu sinni. Hann elsk­ar að elda mat og vill helst vera með norðurevr­ópsk­an heim­il­is­mat. Hann vill hafa mat­inn sinn sterk­an, en þjóðleg­an. Hann er þó ekki hrædd­ur við að prófa nýja hluti.

„Mín upp­á­halds­mat­ar­menn­ing er norðurevr­ópsk. Norðurevr­ópsk­ur heiðarleg­ur heim­il­is­mat­ur er stór­kost­leg­ur að njóta,“ seg­ir Jón og bæt­ir við að hann sé líka ein­stak­lega hrif­inn af súr­káli.

Hann svar­ar hér nokkr­um lauflétt­um spurn­ing­um um mat­ar­venj­ur sín­ar og siði.

Hvað færðu þér í morg­un­mat? 

„Hafra­graut með skyri sem kallaðist einu sinni hrær­ing­ur.“

Borðar þú oft á milli mála og hvað þá helst?

„Nei, yf­ir­leitt ekki. Ef mig vant­ar orku þá fæ ég mér orku­stykki.“

Finnst þér ómiss­andi að borða há­deg­is­verð?

„Nei, ég er meiri morg­un­verðarmaður. Yf­ir­leitt er ég nokkuð sadd­ur í há­deg­inu.“

Hvað áttu alltaf til í ís­skápn­um?

„Skyr og epli.“

Fer á Múlakaffi þegar hann ætl­ar að gera vel sig

Þegar þú ætl­ar að gera vel við þig í mat og drykk og vel­ur veit­ingastað til að fara á hvert ferðu?

„Múlakaffi. Mér finnst það æðis­leg­ur staður. Mat­ur­inn og stemn­ing­in. Þar höld­um við Sig­ur­jón yf­ir­leitt alla okk­ar vinnufundi.“

Er ein­hver veit­ingastaður úti í heimi sem er á „bucket-list­an­um“ yfir þá staði sem þú verður að heim­sækja?

„Það er æðis­leg­ur staður í Kaup­manna­höfn sem heit­ir Det lille Apotek. Það er al­gjör­lega frá­bær staður og mig lang­ar að smakka þar elsta rétt­inn sem mér skilst að sé frá 17. öld.“

Hvað vilt þú á pítsuna þína?

„Ég vil pepp­eróní og ís­lensk­an eldpip­ar.“ 

Kótelett­ur í raspi 

Upp­á­halds­rétt­ur­inn þinn?

„Kótelett­ur í raspi með græn­um baunum og súr­káli.“

Hvort vel­ur þú kart­öfl­ur eða sal­at á disk­inn þinn?

„Bæði.“ 

Hvort finnst þér skemmti­legra að baka eða mat­reiða?

„Mat­reiða. Mér finnst rosa­lega gam­an að elda mat.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert