Þessa salsa ídýfu verður þú að smakka

Þessi salsa ídýfa lofar góðu fyrir sumarið.
Þessi salsa ídýfa lofar góðu fyrir sumarið. Ljósmynd/Hildur Rut Ingimarsdóttir

Hildur Rut Ingimarsdóttir matarbloggari hjá Trendnet deildi þessari einföldu og gómsætu salsa ídýfu á dögunum sem vel er hægt að mæla með. Ídýfan er með rjómaosti, ferskum tómötum, Habanero Tabasco, vorlauk og kóríander. Habanero Tabasco gerir ídýfuna sannarlega sterka og vert að huga vel að magninu svo ídýfan verði ekki of sterk. Best að smakka sig áfram.

Fersk salsa ídýfa sem rífur í

Fyrir 4-6

  • 1 Philadelphia rjómaostur
  • 250 g litlir tómatar
  • 3 vorlaukar (2/3 dl smátt skornir)
  • 1 msk. Habanero Tabasco eða magn eftir smekk
  • 1 tsk. safi úr límónu
  • 2 msk. ferskt kóríander, smátt skorið
  • Salt og pipar eftir smekk

Aðferð:

  1. Byrjið á að skera tómata, vorlauk og kóríander smátt.
  2. Blandið öllu saman í skál ásamt, Habanero Tabasco, safa úr límónu, salti og pipar eftir smekk.
  3. Dreifið rjómaostinum á botninn í annarri skál eða formi.
  4. Dreifið tómatblöndunni yfir og njótið.
  5. Berið fram með snakki að eigin vali.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert