Þessa salsa ídýfu verður þú að smakka

Þessi salsa ídýfa lofar góðu fyrir sumarið.
Þessi salsa ídýfa lofar góðu fyrir sumarið. Ljósmynd/Hildur Rut Ingimarsdóttir

Hild­ur Rut Ingimars­dótt­ir mat­ar­blogg­ari hjá Trend­net deildi þess­ari ein­földu og góm­sætu salsa ídýfu á dög­un­um sem vel er hægt að mæla með. Ídýf­an er með rjóma­osti, fersk­um tómöt­um, Habanero Tabasco, vor­lauk og kórí­and­er. Habanero Tabasco ger­ir ídýf­una sann­ar­lega sterka og vert að huga vel að magn­inu svo ídýf­an verði ekki of sterk. Best að smakka sig áfram.

Þessa salsa ídýfu verður þú að smakka

Vista Prenta

Fersk salsa ídýfa sem ríf­ur í

Fyr­ir 4-6

  • 1 Phila­delp­hia rjóma­ost­ur
  • 250 g litl­ir tóm­at­ar
  • 3 vor­lauk­ar (2/​3 dl smátt skorn­ir)
  • 1 msk. Habanero Tabasco eða magn eft­ir smekk
  • 1 tsk. safi úr límónu
  • 2 msk. ferskt kórí­and­er, smátt skorið
  • Salt og pip­ar eft­ir smekk

Aðferð:

  1. Byrjið á að skera tóm­ata, vor­lauk og kórí­and­er smátt.
  2. Blandið öllu sam­an í skál ásamt, Habanero Tabasco, safa úr límónu, salti og pip­ar eft­ir smekk.
  3. Dreifið rjóma­ost­in­um á botn­inn í ann­arri skál eða formi.
  4. Dreifið tóm­at­blönd­unni yfir og njótið.
  5. Berið fram með snakki að eig­in vali.
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert