Ævintýraleg vínsmökkun í iðrum jarðar

Ástþór Sigurvinsson er sommelier á Michelin-stjörnuveitingastaðnum Moss. Hann býður gestum …
Ástþór Sigurvinsson er sommelier á Michelin-stjörnuveitingastaðnum Moss. Hann býður gestum upp á einstaka upplifun þegar kemur að því að para vín með mat og býr yfir þekkingu á víni. mbl.is/Árni Sæberg

Bláa lónið hef­ur dregið til sín inn­lenda gesti í ára­tugi og ekki síður er­lenda og er ein mesta land­kynn­ing og aðdrátt­ar­afl sem fyr­ir­finnst í ís­lenskri ferðaþjón­ustu enda talið eitt af undr­um ver­ald­ar. Heilsu­lind­in er um­vaf­in mosaþökt­um hraun­breiðum og dulúð og um­hverfið í kring­um Bláa lónið minn­ir þig óneit­an­lega á að heim­ur­inn er full­ur af feg­urð og hug­hrif­um. Gufustrók­arn­ir sem sjá má stíga upp til him­ins af svæðinu eru þögul áminn­ing um jarðvarmann og kraft­inn sem kraum­ar und­ir yf­ir­borðinu sem um­lyk­ur mann­virki Bláa lóns­ins.

Í hinu leynd­ar­dóms­fulla og stór­brotna lands­lagi Bláa lóns­ins stend­ur hið stór­glæsi­lega hót­el The Retreat og inn­an veggja þess er hinn stór­kost­legi Michel­in-stjörnu­veit­ingastaður Moss og hinn ein­staki og til­komu­mikli vínkjall­ari hót­els­ins. Það er eng­um blöðum um það að fletta að vínkjall­ar­inn á Moss er stór­kost­leg­ur og heill­andi; nátt­úru­legt lista­verk, staðsett­ur und­ir miðri hraun­breiðu á Reykja­nesskaga og á senni­lega fáa sína líka í heim­in­um. Að mörgu leyti fal­inn dem­ant­ur.

Hraunveggirnir fá sannarlega að njóta sín og halda vel utan …
Hraun­vegg­irn­ir fá sann­ar­lega að njóta sín og halda vel utan um af­bragðsvín frá öll­um heims­horn­um sem hvíl­ir á sér­smíðuðum vín­rekk­um sem henta rým­inu vel. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Um­lukt­ur kyrrð og ró

Grein­ar­höf­und­ur varð þess heiðurs aðnjót­andi að fá afar áhuga­verða kynn­ingu á vínkjall­ar­an­um á The Retreat-hót­el­inu sem er staðsett­ur nán­ast að mig lang­ar að segja í iðrum jarðar enda er tek­in lyfta niður á þenn­an griðastað sem er um­lukt­ur kyrrð og ró. Þessi inn­koma í vínkjall­ar­ann minnti mig á sög­una um Leynd­ar­dóma Snæ­fells­jök­uls eft­ir franska rit­höf­und­inn Ju­les Ver­ne sem fjall­ar um ung­an Eng­lend­ing, þýsk­an pró­fess­or og ís­lenska fylgd­ar­menn þeirra. Sam­an fara þeir niður um gíg­inn á Snæ­fells­jökli og lenda í alls kyns æv­in­týr­um í iðrum jarðar en kom­ast aft­ur upp á yf­ir­borðið í gegn­um eld­gíg á Ítal­íu að lok­um. Vínkjall­ar­inn ligg­ur kannski ekki land­anna á milli, en hann er töfr­andi hraun­hell­ir þar sem bergið er áber­andi og pass­lega sval­ur til að vínið geym­ist sem best. Hraun­vegg­irn­ir fá sann­ar­lega að njóta sín og halda vel utan um af­bragðsvín frá öll­um heims­horn­um sem hvíl­ir á sér­smíðuðum vín­rekk­um sem henta rým­inu vel. Í vínkjall­ar­an­um eru tæp­ar fimm þúsund flösk­ur af eðal­víni.

Vínkjall­ar­inn á The Retreat hef­ur staðið af sér sitt­hvað frá opn­un 2018. Það sem hef­ur þó hald­ist óbreytt frá upp­hafi er metnaður starfs­fólks­ins og gríðarlega fjöl­breytt vínsafn sem höfðar til fróðleiks­fúsra sæl­kera og allra sem vilja gera sér dagamun með óvenju­leg­um og ein­stök­um mat­ar­upp­lif­un­um svo fátt sé nefnt. Starfs­fólk hót­els­ins hef­ur tekið þessu öllu með æðru­leysi og lagt mikið á sig til þess að hlúa að bæði vínsafn­inu og um­hverfi þess enda ástríðan í fyr­ir­rúmi hjá metnaðarfullu starfs­fólk­inu. Gest­um gefst því kost­ur á að gera vel við sig í mat og drykk og ekki síður að upp­lifa lystisemd­ir hót­els­ins og aðstöðu kjósi þeir svo.

„Somm­elier“ beið mín

Þegar í vínkjall­ar­ann var komið beið mín vínþjónn að nafni Ástþór Sig­ur­vins­son sem ber jafn­framt titil­inn somm­elier. Somm­elier er franska orðið yfir vínþjón og er alþjóðlegt heiti yfir þá sem hafa menntað sig, eru vel þjálfaðir, fróðir um vín og starfar vana­lega á fín­um veit­inga­stöðum. Somm­elier er vín­sér­fræðing­ur sem sér um vín­lista, mæl­ir með mat­ar- og vín­pör­un og ráðlegg­ur gest­um um val á víni út frá ósk­um þeirra og mat­ar­vali. Þeir búa jafn­framt yfir víðtækri þekk­ingu á víni, vín­ekr­um, vín­gerðarferl­inu og ýms­um áhuga­verðum fróðleik. Ekki er hægt að segja að somm­elier sé mjög út­breitt starfs­heiti hér­lend­is eða marg­ir séu með þessa þekk­ingu á Íslandi en á Retreat starfa þrír vínþjón­ar, tveir Íslend­ing­ar og einn Frakki, sem bera starfs­heitið somm­elier.

Ástþór bauð upp á smökkun á Dom Perignon, einni þekktustu …
Ástþór bauð upp á smökk­un á Dom Perignon, einni þekkt­ustu kampa­vín­s­teg­und ver­ald­ar, sem hann paraði við osta og dýr­ind­is hun­ang. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Hver vín­flaska hef­ur sína sögu

Ástþór er sér­lega fróður og seg­ir vel frá. Í sam­tali okk­ar kom í ljós að hver vín­flaska hef­ur sögu að segja og hann gaf mér góða inn­sýn í fjöl­breyti­leika hefða, bragðs og sögu nokk­urra vín­teg­unda í kjall­ar­an­um. Að hans sögn leit­ast flest­ir vín­fram­leiðend­ur og vín­bænd­ur við að halda í hefðir, þekk­ingu og arf­leifð sem spann­ar jafn­vel nokkra manns­aldra. Það er því bæði mik­il þekk­ing og ástríða að baki hverri flösku, enda má lítið út af bregða þegar vínviður er ann­ars veg­ar.

Þekkt­asta kampa­vín ver­ald­ar

Á borðinu beið mín dýr­ind­is kampa­vín frá Dom Perignon, eitt þekkt­asta kampa­vín ver­ald­ar, ásamt ost­um og dýr­ind­is hun­angi. Það vill svo skemmti­lega til að ég heim­sótti á síðastliðnu ári gra­freit Dom Perignon í Saint-Sind­ulp­he-kirkju­g­arði í þorp­inu Haut­villers á ferð minni um vín­héruð Champagne í Frakklandi. Í næsta ná­grenni við gra­freit Dom Perignon er bær­inn Épernay sem er þekkt­ast­ur fyr­ir kampa­vín og eitt aðalaðdrátt­ar­afl bæj­ar­ins er breiðstrætið Avenue de Champagne sem er án efa ein af þekkt­ari göt­um heims.

Það var seint á 18. öld sem kampa­víns­fram­leiðend­ur full­komnuðu list­ina við kampa­víns­fram­leiðslu og ruddu braut­ina fyr­ir alþjóðlega dreif­ingu og alla 19. öld­ina festu mik­il­væg­ustu kampa­víns­hús­in sér stað við breiðgöt­una Avenue de Champagne.

Einstök kampavínspörun með harðkýtisostum . Ástþór paraði líka Dom Perignon …
Ein­stök kampa­vín­spör­un með harðkýt­isost­um . Ástþór paraði líka Dom Perignon Rose sem ein­stak­lega vandað kampa­vín með fín­gerðri freyðingu. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Víns­mökk­un­in æv­in­týra­leg upp­lif­un

En víkj­um aft­ur að sam­tal­inu við Ástþór, við rædd­um hvað gæði víns skipta miklu máli.

„Við sækj­umst eft­ir að finna ein­stök og fáguð vín, bæði í klass­ísk­um stíl og fram­andi ef út í það er farið. Við á Moss og The Retreat vilj­um gjarn­an að gest­ir okk­ar upp­lifi það að þjónn­inn sé að skenkja vín í glasið sem fær­ir þér ákveðna fyll­ingu og eyk­ur sann­ar­lega upp­lif­un þína. Óskir gesta á Moss og The Retreat eru á alla kanta og við reyn­um eft­ir fremsta megni að upp­fylla þær enda vilja sum­ir vín frá gamla heim­in­um, sum­ir frá nýja heim­in­um og aðrir vilja bara nátt­úru­vín en flest­ir fagna fjöl­breyti­leik­an­um,“ seg­ir Ástþór. Í fram­hald­inu bauð Ástþór upp á ein­staka kampa­vínss­mökk­un sem pöruð var með harðkýt­isost­um. Að fara í víns­mökk­un í þessu um­hverfi og fá þenn­an fróðleik er æv­in­týra­leg heimsklassa­upp­lif­un.

Í boði að kynna sér lystisemd­ir vínkjall­ar­ans

„Vín er meira en bara vín eða drykk­ur,“ seg­ir hinn fróðleiks­fúsi Ástþór. „Það er líka upp­lif­un, sér í lagi þegar um góð og vönduð vín er að ræða.“ Ástþór seg­ir að í boði sé víns­mökk­un fyr­ir gesti hót­els­ins og veit­ingastaðar­ins og það sé jafn­framt í boði að skipu­leggja slíkt fyr­ir litla hópa sem hafa áhuga á að kynna sér lystisemd­ir vínkjall­ar­ans og dreypa á eðal­víni og drekka í sig fróðleik. Hægt er því að bóka heim­sókn í vínkjall­ar­ann fyr­ir þá sem þyrst­ir í að læra meira um vín í víðum skiln­ingi. Aðspurður seg­ir Ástþór að það sé gam­an að segja frá því að þau hafi fundið fyr­ir aukn­um áhuga Íslend­inga á að heim­sækja staðinn og gera sér dagamun með ein­stakri mat­ar­upp­lif­un og vín­pör­un hér á Moss og hót­el­inu.

The Retreat og Moss bjóða, að sögn Ástþórs, upp á vín í öll­um verðflokk­um og jafn­framt hand­valið hágæðavín sem gæti flokk­ast sem vand­fundn­ar ger­sem­ar. Vín­teg­und­ir eru sann­ar­lega fjöl­breytt­ar, marg­ar þeirra fást ekki ann­ars staðar, en þetta er alla jafna talið ljúf­fengt og áhuga­vert vín frá öll­um heims­horn­um sem boðið er upp á.

Af hverju somm­elier?

Somm­elier get­ur aðstoðað gesti við að upp­lifa betri mat­ar- og vín­pör­un, sem get­ur aukið mat­ar­upp­lif­un gest­anna. Þeir eru sér­fræðing­ar í að para sam­an mat og drykk og geta aðstoðað gesti með full­komna sam­svör­un fyr­ir til­tek­inn rétt og vín. Eitt af lyk­il­hlut­verk­um somm­eliers er að finna sér­valið vín fyr­ir gesti eins og áður sagði, hafi til að mynda gest­ur­inn ekki sterk­ar skoðanir á því sjálf­ur.

„Mörg vín kitla sann­ar­lega bragðlauk­ana og ekki síður þegar þau eru pöruð með ýms­um rétt­um. Óhefðbund­in sam­setn­ing á mat og flókn­ar bragðsam­setn­ing­ar reyna virki­lega á kunn­áttu vínþjóns­ins,“ seg­ir Ástþór og bæt­ir við að það geti verið verðug og skemmti­leg verk­efni fyr­ir þann sem er somm­elier.

Hægt að para kampa­vín með öll­um mat

Ástþór seg­ir sem dæmi að góð vín­pör­un geti út­lagst þannig að eft­ir að hafa dreypt á víni þá vilj­ir þú um leið taka bita af matn­um og ljúf­feng­ur munn­biti kalli þá jafn­framt á sopa af vín­inu. Eft­ir mjög áhuga­vert sam­tal við Ástþór og eft­ir þessa æv­in­týra­legu kampa­víns­upp­lif­un var lyft­an tek­in upp úr iðrum jarðar. Heil­mik­ill fróðleik­ur sit­ur eft­ir eft­ir þessa heim­sókn og ég er inn­blás­in af hug­mynd­um um hvernig megi bjóða góðum vin­um upp á æv­in­týra­lega upp­lif­un sem á fáa sína líka. Sem áhuga­mann­eskja um mat­ar­gerð og sér­stak­lega gott kampa­vín þá er ekki hægt annað en að gleðjast þegar Ástþór sam­mæl­ist grein­ar­höf­undi um að hægt sé að para kampa­vín með öll­um mat.

Vínkjallarinn á Moss er einstakur, heillandi lístaverk þar sem náttúran …
Vínkjall­ar­inn á Moss er ein­stak­ur, heill­andi lísta­verk þar sem nátt­úr­an fær að njóta sín í sinni feg­urstu mynd og vín­flösk­urn­ar falla inn í um­hverfið. mbl.is/Á​rni Sæ­berg
Það er ævintýraleg upplifun að standa þarna í iðrum jarðar …
Það er æv­in­týra­leg upp­lif­un að standa þarna í iðrum jarðar og horfa á þessa ein­stöku vín­rekka sem eiga fáa sína líka. mbl.is/Á​rni Sæ­berg
Viðarkassarnir fullir af flöskum sem eiga sér sögu njóta sín …
Viðar­kass­arn­ir full­ir af flösk­um sem eiga sér sögu njóta sín til fulls í þessu um­hverfi. Það er eins og hell­ir­inn hafi verið hannaður fyr­ir vínkjall­ar­ann. mbl.is/Á​rni Sæ­berg
Umhverfið er heillandi.
Um­hverfið er heill­andi. mbl.is/Á​rni Sæ­berg
Kampavínið Dom Perignon nýtur sín vel í þessu einstaka umhverfi …
Kampa­vínið Dom Perignon nýt­ur sín vel í þessu ein­staka um­hverfi sem vínkjall­ar­inn býður upp á og er sveipað æv­in­týra­leg­um ljóma inn­an um bergið. mbl.is/Á​rni Sæ­berg
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert