Föstudagspítsan: Bragðmikil pítsa með parmaskinku

Parma pítsa úr smiðju Árna Þorvarðasonar er föstudagspítsa vikunnar.
Parma pítsa úr smiðju Árna Þorvarðasonar er föstudagspítsa vikunnar. Ljósmynd/Árni Þorvarðarson

Föstu­dag­ar eru pítsudagar hjá mörg­um fjöl­skyld­um og fram­veg­is mun birt­ast pítsuuppskriftir sem les­end­ur mat­ar­vefs­ins geta prófað og máta sig við. Pítsa er einn vin­sæl­asti mat­ur í heimi og hef­ur verið um ára­bil. Árni Þor­varðar­son bak­ari og fag­stjóri við Hót­el- og mat­væla­skól­ann deilir hér pítsu með parmaskinku sem ávallt nýtur mikilla vinsælda hjá honum. Hann gerir deigið og pítsasósuna sjálfur og bakar pítsurnar helst í úti-pítsaofni.

Einföld og bragðmikil

Parmaskinku pítsan er einstaklega vinsæll matur sem byggir á ítölskum hefðum og bragði. Þessi pítsa er einföld og bragðmikil, en þó hæfilega sérstök vegna bragðs parmaskinkunnar. Álegg á parmaskinku pítsunnar er einfalt en bragðmikið. Pítsan er einföld og inniheldur aðeins tvær megináleggstegundir, parmaskinku og mozzarellaost.

Pítsa Parma

Fyrir 4 (250 g hver kúla)

  • 581 g pítsahveiti                   
  • 365 g vatn (26°C heit)
  • 17 g súrdeig (má sleppa)     
  • 5 g þurrger                                        
  • 17 g salt                                 
  • 17 g olía
  • Pítsasósa (uppskrift fyrir neðan)
  • Klettasalat eftir smekk
  • Mozzarellaost eftir smekk
  • Fersk basilíka eftir smekk

Aðferð:                                  

  1. Vigtið saman hveiti, vatn, súr og ger. Setjið í hrærivélaskál með krók.
  2. Hrærið saman í 5 mínútur á 30% hraða.
  3. Eftir 5 mínútur bætið þið saltinu við og hrærið áfram í 5 mínútur í viðbót.
  4. Eftir aðrar 5 mínútur er olían sett saman við og deigið hrært í síðustu 5 mínúturnar.
  5. Eftir þetta hafið þið hrært deigið í samtals 15 mínútur.
  6. Leyfið deiginu að hvílast í 2 klukkustundir við stofuhita.
  7. Vigtið deigið niður í fjórar 250 gramma kúlur og setjið í lokað box og í kæli í lágmarki 12 klukkustundir.
  8. Fletjið deigið út og setjið á tréspaða.
  9. Smyrjið pítsasósuna á botninn (sjá uppskrift fyrir neðan).
  10. Setjið mozzarellaost ofan á botninn eftir smekk.
  11. Bakið við 400°C  500°C heitum pítsaaofni (viðar eða gas) í 120-180 sekúndur.
  12. Dreifið klettasalati yfir pítsuna eftir bakstur og setjið síðan parmaskinka ofan á ásamt ferskri basilíku.
  13. Berið fram á viðarbretti eða fallegum diskum.

Heimagerð pítsasósa

  • 3 stk. afhýddir tómatar                    
  • 1 tsk. salt                                           
  • 15 fersk basilíkulauf            
  • Ólífuolía eftir smekk

Aðferð:

  1. Blandið öllu saman í matreiðsluvél og maukið.
  2. Kryddið til eftir smekk.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert