Fastur liður á laugardagsmorgnum á matarvefnum eru leyndardómsfullu uppskriftirnar úr Húsó-eldhúsinu í Hússtjórnarskólanum sem njóta mikilla vinsælda hjá lesendum matarvefsins. Að þessu sinni deilir Marta María Arnarsdóttir skólameistari Hússtjórnarskólans með lesendum uppskrift að lagtertu með hvítu kremi sem gjarnan er kölluð Húsó-lagtertan. Lagtertan stendur ávallt fyrir sínu og er afar góð með helgarkaffinu.
„Það er opið hús hjá okkur í skólanum í dag, laugardag, 11. maí og það verður hægt að kaupa lagtertuna á opna húsinu á morgun fyrir þá sem ekki nenna að baka að þessu sinni,“ segir Marta María sposk á svipinn. Einnig verður margt annað til sölu bæði góðgæti og handverk eftir nemendur Húsó.
Hér er uppskriftin komin og hver uppskrift dugar í átta bita af lagtertu. Einnig eru myndasería hér fyrir neðan sem sýnir í grófum dráttum skref fyrir skref hvernig lagtertan er gerð.
Lagtertan ljúfa í Húsó
Ljósmynd/Marta María Arnarsdóttir
Húsó-lagterta
- 675 g smjör
- 675 g púðursykur
- 3 stór egg eða 4 lítil
- 1,125 g hveiti
- 4 ½ tsk. negull
- 4 ½ tsk. kanill
- 4 ½ tsk. matarsódi
- 6-7 dl mjólk
Hrært deig
- Hrærið smjörið ljóst með sykrinum.
- Setjið eggin út í eitt í einu, hrærið vel á milli.
- Blandið þurrefnunum saman við ásamt mjólkinni, varist að hræra of mikið.
- Skiptið deiginu í 4 hluta og smyrjið á bökunarplötu klædda bökunarpappír.
- Bakið í miðjum ofni við 180°C -200°C hita í um það bil 10-12 mínútur.
- Leggið plöturnar saman með smjörkremi (uppskrift hér fyrir neðan) og sultu.
- Látið botnana kólna fyrir samsetningu.
- Leggið plöturnar/botnana saman með smjörkremi (uppskrift hér fyrir neðan) og sultu.
- Langbest að smyrja fyrsta botninn á hvolfi. Hinir geta síðan komið hver á eftir öðrum á „réttunni“.
- Það er síðan best að setja hlass ofan á kökurnar og skera þær í átta bita daginn eftir. Þá er best að vera búinn að mæla bitana út með reglustiku áður en skorið er svo bitarnir verði jafnarma.
- Skerið kantana af svo kantarnir séu beinir og snyrtilegir.
Smjörkrem
- 1 stk. smjör (500 g)
- 1,5 kg flórsykur
- 3 egg
- 1 msk. vanilludropar
Aðferð:
- Hrærið smjör og flórsykur saman.
- Bætið eggjum og vanilludropum saman við og hrærið vel.
Deigið er smurt á bökunarpappír á sléttri ofnplötu.
Ljósmynd/Marta María Arnarsdóttir
Næsta skref er að smyrja deigið á bökunarpappírinn.
Ljósmynd/Marta María Arnarsdóttir
Deigið er bakað í ofni við 180°C -200°C hita í um það bil 10-12 mínútur. Síðan eru botnarnir látnir kólna áður en kremið og sultan eru sett á.
Ljósmynd/Marta María Arnarsdóttir
Langbest að smyrja fyrsta botninn á hvolfi. Hinir geta síðan komið hver á eftir öðrum á „réttunni“.
Ljósmynd/Marta María Arnarsdóttir
Smjörkreminu er dreift vel yfir.
Ljósmynd/Marta María Arnarsdóttir
Það er síðan best að setja hlass ofan á kökurnar og skera þær í átta bita daginn eftir.
Ljósmynd/Marta María Arnarsdóttir
Þá er best að vera búinn að mæla bitana út með reglustiku áður en skorið er svo bitarnir verði jafnarma.
Ljósmynd/Marta María Arnarsdóttir
Lagtertan í Húsó klassísk og góð kaka sem passar vel með kaffinu.
Ljósmynd/Marta María Arnarsdóttir