Krassandi og stökkt chili-eggjabrauð

Chili-eggjabrauð sem kemur bragðlaukunum á alvöru flug.
Chili-eggjabrauð sem kemur bragðlaukunum á alvöru flug. Samsett mynd

Hér er kræsileg og ljúffeng uppskrift til að lyfta spældu eggi á hærra plan. Þetta eggjabrauð er tilvalið til að færa mæðrum á hádegisverðarbakka í tilefni dagsins. Máltíðin kemur bragðlaukunum á flug og dagurinn verður meira spennandi fyrir vikið. Uppskriftin kemur úr smiðju Kelly Kwok sem heldur úti Instagram-síðunni @lifemadesweeter.

Chili-eggjabrauð 

Chili-olía

  • ½ bolli avókadóolía eða venjuleg matarolía að eigin vali
  • 1 msk. muldar chiliflögur eða mulin rauð paprika
  • 1 msk. fínmalað chiliduft að eigin vali
  • 1/8 tsk. fimm krydda blanda (five spice powder)
  • 1/2 msk. fínt saxaður eða rifinn hvítlaukur
  • 1/2 tsk. sesamfræ
  • 1/4 tsk. salt

Aðferð:

  1. Hitið olíuna á pönnu eða pott við meðal hita.
  2. Bætið chiliflögunum, chiliduftinu, hvítlauknum, sesamfræjunum og salti í hitaþolna skál og raðið hráefnunum hlið við hlið í skálina.
  3. Þegar olían er orðin heit skuli þið hella henni varlega yfir skálina og hráefnin og leyfið olíunni að malla og hrærið.
  4. Hægt er að notast við matskeið eða það áhald sem hentar best til að blanda hráefnunum vel saman.
  5. Krydd eftir smekk.

Eggjabrauð

  • Ögn avókadóolía eða ólífuolía
  • 1 sneið súrdeigsbrauð
  • Mjúkt smjör eftir smekk
  • ½ avókadó, skorið í sneiðar
  • 1 stórt egg
  • Sjávarsalt eftir smekk
  • Nýmalaður svartur pipar eftir smekk
  • Ferskt basilíkulauf, smátt skorin

Aðferð:

  1. Hellið örlítið af avókadóolíu yfir súrdeigsbrauðið.
  2. Ristið brauðið á pönnu þar til brauðið er orðið stökkt og gyllt á báðum hliðum.
  3. Takið brauðið af pönnunni og smyrjið með smjöri. Skerið avókadó í sneiðar og raðið snyrtilega ofan á  brauðið.
  4. Notið matskeið til að bæta 2-3 msk. af chili-olíunni (eða meira eftir þörfum) helst á nonstick pönnu yfir miðlungs háum hita.
  5. Brjótið eggið varlega á pönnuna og kryddið með salti og svörtum pipar.
  6. Steikið þar til brúnirnar eru orðnar gylltar og hvíturnar dálítið blásnar og freyðandi.
  7. Hallið pönnunni varleg og notið matskeið til að ausa upp olíunni varlega yfir hvíturnar til að tryggja að þær séu fulleldaðar.
  8. Takið pönnuna af helluborðinu og notið spaða til að taka eggið varlega af pönnunni og bæta því ofan á avókadóbrauðið.
  9. Bætið svo við eftir smekk meira af chili-olíunni yfir brauðið og að lokum ferska basilíku ofan á.
  10. Berið fallega fram og njótið.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert