Syndsamlega gott heitt aspasstykki

Syndsamlega gott aspasstykki sem þið eigið eftir að missa ykkur …
Syndsamlega gott aspasstykki sem þið eigið eftir að missa ykkur yfir. Ljósmynd/Berglind Hreiðars

Berglind Hreiðars hjá Gotterí og gersemar elskar að fá sér heitt aspasstykki í bakaríinu og eflaust eru fleiri á sama máli. Berglind ákvað að prófa brauðréttasalatið frá Salathúsinu og gera slíkan rétt heima. Hún er á því að hennar aspasstykki sé alveg eins

„Almáttugur þetta var alveg eins og það tók aðeins nokkrar mínútur að útbúa dýrðina til,“ segir Berglind og er í skýjunum að hafa getað stælað aspasstykki á lista vel. Þetta er ekta réttur sem upplagt er að bjóða upp á með kaffinu eða í kvöldmatinn. Síðan er aspasstykkið líka dásamlegt sem saðsamt kvöldsnarl með sjónvarpinu. Þetta steinliggur fyrir þá sem vilja stytta sér leiðina.

Heitt aspasstykki

  • 1 stk. baguette brauð að eigin vali
  • 1 ½ – 2 box brauðréttasalat með aspas og skinku frá Salathúsinu
  • Rifinn ostur eftir smekk
  • Paprikuduft eftir smekk

Aðferð:

  1. Hitið ofninn í 180°C.
  2. Byrjið á því að skera eftir miðju baguette brauðinu endilöngu. Takið aðeins úr hliðunum til að búa til meira pláss fyrir salatið.
  3. Fyllið með brauðréttasalati og alls ekki spara það.
  4. Rífið ost yfir og bakið í 15-18 mínútur eða þar til osturinn er orðinn aðeins gylltur.
  5. Stráið paprikudufti yfir þegar brauðið kemur úr ofninum og skerið niður.
  6. Berið fram og njótið.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert