Á dögunum átti söluturninn Skalli í Hraunbæ fjörutíu ára afmæli en Skalli var einn af uppáhaldsstöðum Höllu Hrundar Logadóttur forsetaframbjóðanda á æskuárunum. Í tilefni afmælis Skalla mætti Halla Hrund með fjölskylduna og þar sem þau fengu sér hamborgara og franskar og fögnuðu afmælinu.
Halla deildi færslu á Instagram-síðu sinni þar sem hún deilir með lesendum heimsókn sinni á Skalla
„Þar eyddi ég ófáum stundum í æsku svo það var ekki annað í boði en að fá sér hamborgara og franskar í tilefni dagsins,“ segir Halla Hrund
„Í fyrstu leit út fyrir að ég kæmist ekki með svo pappa Halla Hrund var mætt til leiks með bros á vör. Kristján, Hildur Kristín og Saga Friðgerður létu sig ekki vanta. Ég rétt náði svo að koma til að leysa pappa mig af og gæða mér á veislumatnum,“ segir Halla og hlær.