Sigurður Orri fjölmiðlamaður býður upp á vikumatseðilinn

Sigurður Orri Kristjánsson matgæðingur á heiðurinn af vikumatseðlinum að þessu …
Sigurður Orri Kristjánsson matgæðingur á heiðurinn af vikumatseðlinum að þessu sinni sem eru hinn girnilegasti. Ljósmynd/Aðsend

Sig­urður Orri Kristjáns­son mat­gæðing­ur með meiru býður upp á vikumat­seðil­inn að þessu sinni. Hann er starfsmaður stjórn­mála­flokks­ins Viðreisn­ar en einnig er hann út­varps- og sjón­varps­maður hjá Stöð 2 sport og  út­varps­maður á X977 þar sem íþrótta­lýs­ing­ar fyr­ir­ferðamikl­ar. Þá er hann líka mik­ill gleðigjafi og spil­ar á gít­ar og syng­ur í hinum ýmsu veisl­um, brúðkaup­um og af­mæl­um. Sig­urður lærði handa­brögðin í eld­hús­inu mest af Láru syst­ur sinni sem hef­ur búið á Spáni í á ann­an ára­tug og Láru móður sinni. „Þær  eru báðar mikl­ir ástríðukokk­ar og hafa verið með ólík­ind­um þol­in­móðar í sýni­kennslu og leiðbein­ing­um í gegn­um tíðina,“ seg­ir Sig­urður með bros á vör.

Bjó í Par­ís, Mont­p­ellier og Cann­es

Sig­urður hef­ur alla tíð haft áhuga á mat og mat­ar­gerð. Mataráhugi hans er mjög miðaður að Miðjarðar­haf­inu enda hef­ur hann búið í þrem­ur borg­um í Frakklandi, Par­ís, Mont­p­ellier og Cann­es. Hann hef­ur líka ferðast mikið um lönd­in í sunn­an­verðri Evr­ópu. Áhersl­an er á ein­falda rétti, fersk hrá­efni og að aðal­inni­halds­efn­in fái að vera stjörn­urn­ar á diskn­um. 

„Nú þegar er farið að vora og sum­arið er von­andi að fara að láta sjá sig þá verður mat­ur­inn yf­ir­leitt aðeins létt­ari, létt­ara pró­tín eins og skel­fisk­ur eða rækj­ur og árstíðabundið græn­meti eins og fersk­ur asp­as, sem er á næsta leiti. Ég trúi því að mat­ur eigi að vera á bragðið eins og hann á að vera á bragðið og nota þess vegna ekki mikið af sterk­um krydd­um, nema þau séu til þess að lyfta matn­um á næsta stig,“ seg­ir Sig­urður.

Mikl­ar ann­ir hafa verið síðustu vik­ur og mánuði hjá Sig­urði og hann er með marga bolta á lofti. „Und­an­farið hef­ur verið mikið að gera í vinn­unni, bæði á vor- og sum­arþingi og svo eru úr­slita­keppn­irn­ar farn­ar á fullt í körfu­bolt­an­um bæði hér og vest­an­hafs svo ég er mikið í stúd­íó­inu. Þá er gott að skipu­leggja sig með nær­ing­ar­rík­an mat í huga enda dag­arn­ir lang­ir. Það eru bestu stund­ir dags­ins þegar það mynd­ast smá tími og ég get leyft mér að dunda mér í eld­hús­inu með góða mús­ík á, til dæm­is kúbverska tóna að hætti Compay Seg­undo.” 

Mánu­dag­ur – Bleikja með kryd­d­jurta­sal­ati

„Á mánu­dög­um er flott að vera með fisk og þar er bleikj­an í sér­stöku upp­á­haldi. Ég er hrifn­ari af sil­ungi en laxi og þessi rétt­ur get­ur ekki klikkað.“

Bleikja borinn fram með kryddjurtasalati.
Bleikja bor­inn fram með kryd­d­jurta­sal­ati. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Þriðju­dag­ur – Bláskel í hvít­víni með hvít­lauk

„Ég lærði á upp­vaxt­ar­ár­un­um í Stykk­is­hólmi að borða bláskel og ann­an skel­fisk. Þessi rétt­ur er þægi­leg­ur í eld­un og al­ger­lega frá­bær á bragðið.“

Girnileg bláskel í hvítvíni með hvítlauk.
Girni­leg bláskel í hvít­víni með hvít­lauk. Ljós­mynd/​Snorri Guðmunds­son

Sigurður Orri fjölmiðlamaður býður upp á vikumatseðilinn

Vista Prenta

Kræk­ling­ur í hvít­víni

Fyr­ir 4

  • 2,5 kg kræk­ling­ur
  • 4 stk. skalot­lauk­ar
  • 6 stk. hvít­lauks­geir­ar
  • 3 dl ólífu­olía
  • 3 dl hvít­vín
  • 4 dl rjómi
  • Salt og pip­ar eft­ir smekk

Aðferð

  1. Hreinsið kræk­lings­skelj­arn­ar vel.
  2. Afhýðið skalot­lauka og hvít­lauks­geira, skerið smátt og setjið út í ol­í­una. Hitið ol­í­una á djúpri pönnu eða í potti.
  3. Setjið kræk­ling­ana út í og látið krauma vel.
  4. Hellið hvít­víni og rjóma á pönn­una og látið suðuna koma upp.
  5. Kryddið með salti og pip­ar.
  6. Rétt­ur­inn er til­bú­inn þegar skelj­arn­ar opna sig.
  7. Berið kræk­ling­inn fram með brauði.

Miðviku­dag­ur – Hun­angs- og hvít­laukskjúk­ling­ur

„Það er gott að brjóta upp vik­una á miðviku­dög­um með góðum kjúk­lingi og þessi hér er al­deil­is skemmti­leg­ur og frum­leg­ur.“ 

Hunangs- og hvítlaukskjúklingur.
Hun­angs- og hvít­laukskjúk­ling­ur.

 Fimmtu­dag­ur – Klass­ísk­ur plokk­fisk­ur og rúg­brauð

„Ég elska plokk­fisk og fimmtu­dag­ar eru oft­ar en ekki lengstu vinnu­dag­arn­ir hjá mér. Það er því til­valið á þeim dög­um að skella í gam­aldags plokk­fisk.“

Klassískur plokkfískur á gamla mátann borinn fram með rúgbrauði.
Klass­ísk­ur plokk­físk­ur á gamla mát­ann bor­inn fram með rúg­brauði. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Föstu­dag­ur – Hvít­lauks­rækj­ur að hætti Spán­verja

„Eft­ir langa vinnu­viku vil ég helst fara bara djúpt inn í þæg­ind­aramm­ann. Minn upp­á­halds rétt­ur í heim­in­um er ein­fald­ur. Hvít­lauks­rækj­ur að hætti Spán­verja, muna að flambera.“

Rækjur í hvítlauk að hætti Spánverja.
Rækj­ur í hvít­lauk að hætti Spán­verja.

Laug­ar­dag­ur – Ómót­stæðileg­ar anda­bring­ur og ljúf­fengt meðlæti

Önd er í sér­stöku upp­á­haldi hjá mér og hægt er að fá frosn­ar bring­ur í næstu kjör­búð á ekk­ert sér­stak­lega háu verði þegar maður vill gera vel við sig á laug­ar­degi. 

Ómótstæðilega andabringur með ljúffengu meðlæti.
Ómót­stæðilega anda­bring­ur með ljúf­fengu meðlæti. Ljós­mynd/​Linda Ben

Sunnu­dag­ur – Ham­borg­ari með bernaise-sósu

„Hér væru sum­ir með sunnu­dags­steik­ina í efsta sæti. En á sunnu­dög­um er ég stund­um að jafna mig eft­ir ör­lítið helgarstuð svo ég er lík­leg­ast­ur til að henda í ham­borg­ara og fransk­ar sem bara snerta akkúrat réttu flet­ina. Ekki er verra ef það er smá frönsk sveifla.“

Hamborgari með bernaise-sósu klikkar seint.
Ham­borg­ari með bernaise-sósu klikk­ar seint. Ljós­mynd/​Berg­lind Hreiðars
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert