Arnar Þór segir dýrmætustu stundirnar vera við matarborðið

Arnar Þór Jónsson forsetaframbjóðandi og eiginkona hans Hrafnhildur Sigurðardóttir í …
Arnar Þór Jónsson forsetaframbjóðandi og eiginkona hans Hrafnhildur Sigurðardóttir í eldhúsinu heima. Ljósmynd/Haakon Broder Lund

Arn­ar Þór Jóns­son for­setafram­bjóðandi kann að njóta góðs mat­ar og nýt­ur þess að snæða með fjöl­skyld­unni kvöld­verð heima. Hann deil­ir með les­end­um mat­ar­vefs­ins sinni upp­á­halds­grillupp­skrift sem stein­ligg­ur fyr­ir sum­ar­grillið og ekki síst á sjálf­an kjör­dag sem nálg­ast óðum en kosið verður laug­ar­dag­inn þann 1. júní næst­kom­andi.

Sjö manna fjöl­skylda með góða mat­ar­lyst

Arn­ar Þór er kvænt­ur Hrafn­hildi Sig­urðardótt­ur og sam­an eiga þau fimm börn. „Börn­in hafa öll góða mat­ar­lyst og hér á heim­il­inu er eldað fyr­ir sjö manns á hverju kvöldi. Það verður að segj­ast að Hrafn­hild­ur hef­ur borið hit­ann og þung­ann af elda­mennsk­unni, en krakk­arn­ir taka virk­an þátt í eld­hús­verk­un­um. Sjálf­ur hef séð um að grilla – og þá sér­stak­lega á sumr­in,“ seg­ir Arn­ar Þór með bros á vör.

Arnar Þór segist vera duglegur að grilla, sérstaklega á sumrin.
Arn­ar Þór seg­ist vera dug­leg­ur að grilla, sér­stak­lega á sumr­in. Ljós­mynd/​Haakon Broder Lund

Dýr­mæt­ar gæðastund­ir

Fjöl­skyld­an held­ur mikið upp á stund­irn­ar sem hún ver við mat­ar­borðið og má segja að þær stund­ir séu nokkuð heil­ag­ar.

„Við Hrafn­hild­ur höf­um alltaf lagt áherslu á að borða kvöld­mat með börn­un­um okk­ar, án sjón­varps og síma. Þar gefst okk­ur tæki­færi til að ræða sam­an um dag­inn, hvað hef­ur gengið vel og hvað var skemmti­leg­ast þann dag­inn. Þetta eru dýr­mæt­ar gæðastund­ir fjöl­skyld­unn­ar,“ seg­ir Arn­ar Þór.

Arnar Þór segir að dýrmætustu gæðastundir fjölskyldunnar fari fram við …
Arn­ar Þór seg­ir að dýr­mæt­ustu gæðastund­ir fjöl­skyld­unn­ar fari fram við mat­ar­borðið. Ljós­mynd/​Haakon Broder Lund

Þegar Arn­ar Þór var beðinn um að deila með les­end­um mat­ar­vefs mbl.is sinni upp­á­halds grillupp­skrift var hann ekki lengi að bregðast við og sagði að upp­á­halds­rétt­ur­inn eigi sér ákveðna sögu. Þetta eru grillaðar lambakótelett­ur með grísku ívafi, born­ar fram með sítr­ónukart­öfl­um, grísku sal­ati og tzatziki-sósu sem er frá­bær sum­ar­rétt­ur að njóta. Við Hrafn­hild­ur heilluðumst af grískri mat­ar­menn­ingu þegar við fór­um til Grikk­lands í fyrra. Grísk matseld er lát­laus og heiðarleg í allri fram­setn­ingu. Mat­ur­inn er ein­fald­ur, holl­ur og bragðgóður. Í gríska eld­hús­inu leið mér eins og ég væri kom­inn heim til mömmu og ömmu,“ seg­ir Arn­ar Þór og bæt­ir við að hann sé ávallt spennt­ur að grilla þessa lambakótelett­ur.

Hjónin heilluðustu að grískri matargerð þegar þau heimsóttu Grikkland í …
Hjón­in heilluðustu að grískri mat­ar­gerð þegar þau heim­sóttu Grikk­land í fyrra. Ljós­mynd/​Haakon Broder Lund

Arnar Þór segir dýrmætustu stundirnar vera við matarborðið

Vista Prenta

Grillaðar lambakótelett­ur með grísku ívafi með sítr­ónukart­öfl­um, grísku sal­ati og tzatziki-sósu

Sítr­ónu-kart­öfl­ur

  • 1 kg kart­öfl­ur
  • 1 sítr­óna, saf­inn pressaður
  • 1 dl ólífu­olía
  • 3-4 pressaðir hvít­lauks­geir­ar
  • 2 tsk. óreg­anó
  • salt og pip­ar eft­ir smekk

Aðferð:

  1. Kart­öfl­ur flysjaðar og skorn­ar í grófa bita.
  2. Öllum hrá­efn­um blandað sam­an og kart­öfl­un­um velt upp úr því.
  3. Leyfið svo að marín­er­ast í leg­in­um í um 2 klukku­stund­ir.
  4. Allt sett í eld­fast fat og bakað í 45 mín­út­ur í 200°C heit­um ofni eða þar til kart­öfl­urn­ar eru vel eldaðar í gegn.

Grillaðar lambakótelett­ur í grísk­um stíl

  • 8 kótelett­ur, fitu­hreinsaðar og skorn­ar í tvennt
  • 1 búnt af rós­marín
  • 1 lúka óreg­anó
  • 4 hvít­lauks­geir­ar
  • Safi úr einni sítr­ónu
  • ½ dl ólífu­olía
  • Cayenn­ep­ip­ar eft­ir smekk
  • Salt eft­ir smekk

Aðferð:

  1. Maukið hrá­efnið í marín­er­ing­una gróft í mat­vinnslu­vél, allt nema kótelett­urn­ar sjálf­ar.
  2. Kótelett­urn­ar lagðar í lög­inn og marín­eraðar í um klukku­stund. Grillið á háum hita.

Tzatziki sósa

  • 1 ag­úrka
  • 4 hvít­lauksrif
  • 1 dós, lít­il grísk jóg­úrt
  • ½ sítr­óna
  • 1 msk. ólífu­olía
  • Salt og pip­ar eft­ir smekk

Aðferð:

  1. Ag­úrk­an er skor­in í tvennt og fræ­in hreinsuð inn­an úr henni.
  2. Síðan er hún rif­in niður á gróf­ustu hlið rif­járns.
  3. Gott er að taka mest af saf­an­um af ag­úrk­unni með eld­hús­bréfi.
  4. Hvít­lauksrif­in pressuð og síðan er öllu blandað sam­an, saltað, piprað og kælt í nokkra klukku­tíma fyr­ir neyslu.

Grískt sal­at

  • 3 msk. ólífu­olía
  • 2 msk. hvít­vín­se­dik
  • Salt eft­ir smekk
  • Smá börk­ur af sítr­ónu
  • óreg­anó
  • ½ rauðlauk­ur, skor­inn í þunn­ar sneiðar
  • ½ gúrka, í sneiðum
  • 10 kirsu­berjatóm­at­ar, í bát­um
  • 10-15 stk. ólíf­ur
  • Rom­an sal­at
  • 100 g feta­ost­ur

Aðferð:

  1. Ed­iki, olíu, salti, sítr­ónu­berki og or­eg­anó blandað sam­an.
  2. Rauðlauk­ur­inn lagður í dress­ing­una og marín­eraður í 10 mín­út­ur.
  3. Ag­úrku, tómöt­um og ólíf­um bætt út í og blandað sam­an.
  4. Sal­atið rifið niður og sett á disk, rest af græn­meti sett yfir og feta­ost­ur­inn mul­inn yfir að lok­um.
Lambakótelettur eldaðar með grísku ívafi bornar fram með grísku meðlæti.
Lambakótelett­ur eldaðar með grísku ívafi born­ar fram með grísku meðlæti. Ljós­mynd/​Haakon Broder Lund
Grískt salat.
Grískt sal­at. Ljós­mynd/​Haakon Broder Lund
Sítrónukartöflurnar er mesta lostæti að sögn Arnars Þórs.
Sítr­ónukart­öfl­urn­ar er mesta lostæti að sögn Arn­ars Þórs. Ljós­mynd/​Haakon Broder Lund
Uppáhaldsgrillréttu Arnars Þórs kominn á diskinn ásamt meðlæti.
Upp­á­halds­grill­réttu Arn­ars Þórs kom­inn á disk­inn ásamt meðlæti. Ljós­mynd/​Haakon Broder Lund
Hjónin eru hrifin af einfaldri og látlausri matargerð þar sem …
Hjón­in eru hrif­in af ein­faldri og lát­lausri mat­ar­gerð þar sem gæðahrá­efni er í for­grunni. Ljós­mynd/​Haakon Broder Lund
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert
Loka