Föstudagspítsan hefur fest sig í sessi hjá landsmönnum. Í dag er föstudagspítsan undir mexíkóskum áhrifum því í stað hinnar venjulegu pítsusósu er hér að finna uppskrift af heimagerðri salsasósu sem gefur föstudagspítsunni annað yfirbragð og fer með fólk í ferðalag til Suður Ameríku.
Með því að gera sósuna sjálf frá grunni komum vitum við nákvæmlega hvað er í henni og sleppum allri inntöku á aukefnum sem oft eru í tilbúnum vörum.
Þessi salsasósa er ekki bara góð á pítsuna heldur líka með öðrum mexíkóskum mat og hræðilega góð út á mexíkóskt salat svo dæmi sé tekið en uppskrift að því kemur síðar.
Best er að byrja á því að gera sósuna og setja ofninn á hæðstu stillingu á meðan. Þegar sósan er klár er ekkert að vanbúnaði en að setja áleggið á.
Sjálfri finnst mér langbest að setja vel af sósu á pítsuna, setja svo mjög mikinn Mozzarella-ost ofan á. Svo steikt nautahakk, sem er bara saltað og piprað, og svo kannski örlítið af niðursoðnu Jalapeno ofan á. Það má auðvitað bæta því út í salsa-sósuna en ég er hrifnari af því að hafa salsasósuna og mildari því börn vilja oft ekki mjög sterkan mat.
Hægt er að nota þessa útfærslu á hvaða pítsabotn sem er en fyrir þá sem vilja spara sér sporin og fara einföldu leiðina þá er sniðugt að nota tilbúnar Tortilla-kökur sem pítsabotn. Ef þið hafið ekki prófað það þá gæti dagurinn í dag verið rétti dagurinn til þess!
Aðferð: