Djúsí ostapasta fyrir nautnaseggi

Djúsí ostapasta með nautahakki eftir Lindu Ben.
Djúsí ostapasta með nautahakki eftir Lindu Ben. Ljósmynd/Linda Ben

Það er aldrei hægt að prófa of marg­ar pasta­upp­skrift­ir. Hér er á ferðinni sér­tak­lega góm­sæt pasta­upp­skrift með nauta­hakki. Linda Ben upp­skrifta­hönnuður á heiður­inn að upp­skrift­inni en hún held­ur úti upp­skrift­asíðunni Linda­ben.is

Linda not­ar penne pasta í upp­skrift­ina. Það sem ger­ir upp­skrift­ina girni­lega er kryddost­ur­inn, mozar­ella-ost­ur­inn, svepp­irn­ir og nauta­hakkið. Linda not­ar góð krydd á borð við or­eg­anó og rós­marín auk þess sem hún not­ar ferska basilíku. Þetta er blanda sem get­ur ein­fald­lega ekki klikkað.

Djúsí ostapasta fyrir nautnaseggi

Vista Prenta

Djúsí ostap­asta með nauta­hakki

  • 300 g penne pasta
  • 500 g nauta­hakk
  • 1/​2 lauk­ur 
  • 4 hvít­lauks­geir­ar
  • 2 gul­ræt­ur
  • 250 g svepp­ir
  • Salt og pip­ar eft­ir smekk
  • 1 tsk. or­eg­anó
  • 1/​4 tsk. rós­marín
  • 1/​2 tsk. basilíka
  • 350 g pastasósa
  • 250 ml rjómi 
  • 75 g hvít­lauks kryddost­ur 
  • 230 g rif­inn mozzar­ella ost­ur 
  • Fersk basilíka (má sleppa)

Aðferð: 

  1. Kveikið á ofn­in­um og stillið á 200°C, und­ir og yfir hita.
  2. Sjóðið pastað sam­kvæmt leiðbein­ing­um.
  3. Skerið lauk­inn og setjið hann á pönnu og steikið létt. Bætið nauta­hakk­inu, rifn­um hvít­lauksrif­um, smátt sneidd­um gul­rót­um og svepp­um á pönn­una og steikið þar til eldað í gegn.
  4. Bætið krydd­un­um út á pönn­una.
  5. Bætið pastasós­unni og rjóm­an­um á pönn­una, hrærið sam­an og látið malla í smá stund.
  6. Rífið hvít­lauk­sost­inn út á pönn­una og látið malla þar til hann hef­ur bráðnað sam­an við.
  7. Dreifið mozzar­ella yfir og bakið inn í ofni í u.þ.b. 15 mín­út­ur eða þar til ost­ur­inn er byrjaður að gyll­ast.
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert