Skál óskar eftir kaupanda að rýminu á Hlemmi Mathöll

Eigendur staðarins kveðja Hlemm Mathöll.
Eigendur staðarins kveðja Hlemm Mathöll. Ljósmynd/Karl Petersson

Veitingastaðurinn Skál hefur verið rekinn á Hlemmi Mathöll síðustu sjö ár. Nú er staðurinn á förum og mun opna á Njálsgötu 1 síðar í sumar og því er plássið á Hlemmi komið á sölu. Veitingastaðurinn er hugarfóstur vinanna Björns Steinars Jónssonar, Gísla Matt og Gísla Gríms. Þeir vildu búa til stað sem átti að bjóða upp á næs veitingar á góðu verði. Árið 2019 hlaut staðurinn viðurkenningu Michelin Bib gourmand. 

„Síðustu sjö árin hefur Skál! vaxið og dafnað á Hlemmi Mathöll í þessu rétt rúmu 20 fm rými og nú er Skál! á vegferð að færa sig yfir á nýtt heimili að Njálsgötu 1. Það eru blendnar tilfinningar því Hlemmur Mathöll er stórkostlegt rými sem hefur veitt okkur og öðrum vettvang til að þróa hugmyndir, byggja upp vörumerki og búa til veitingastað sem er meira en bara matur og vín,“ segja eigendur staðarins á Facebook-síðu sinni. 

Í september 2022 festi félagið Kira ehf. kaup á 234,7 fm húsnæði við Njálsgötu sem mun hýsa Skál. Félagið greiddi 175.000.000 kr. fyrir húsnæðið. Kira ehf. er í eigu Björn Steinars Jónssonar, Karitas Sveinsdóttur, Hafsteins Júlíussonar og Írisar Óskar Laxsdal. Markmið félagsins er þó ekki bara að reka veitingastað heldur hótel og gistiheimili. 

Það er stutt að flytja af Hlemmi yfir á Njálsgötu …
Það er stutt að flytja af Hlemmi yfir á Njálsgötu 1. Ljósmynd/Karl Petersson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert