OTO hlýtur Michelin meðmæli

Micaela Ajanti, aðstoðaryfirkokkur, Andrea Ylfa Guðrúnardóttir veitingastjóri, Darri Már Magnússon …
Micaela Ajanti, aðstoðaryfirkokkur, Andrea Ylfa Guðrúnardóttir veitingastjóri, Darri Már Magnússon yfirbarþjónn, Helena Toddsdóttir vaktstjóri og Sigurður Laufdal, eigandi og yfirkokkur. Ljósmynd/Aðsend

Í dag hlaut veit­ingastaður­inn OTO Michel­in meðmæli sem mik­ill heiður fyr­ir veit­ingastaði.

Í um­sögn Michel­in seg­ir að veit­ingastaður­inn OTO sé einn af heit­ustu veit­inga­stöðum í miðbæ Reykja­vík­ur, þökk sé iðandi and­rúms­lofti og ít­alskri-jap­anskri fusi­on mat­ar­gerð. Jafn­framt sé staður­inn skemmti­leg­ur, líf­leg­ur og býður upp á ferska og spenn­andi mat­ar­sennu sem og snjalla sam­setn­ing­ar af ít­alskri og jap­anskri mat­ar­gerð ásamt framúrsk­ar­andi þjón­ustu.

Sigurður Laufdal matreiðslumaður hef­ur víða komið við á sín­um ferli, …
Sig­urður Lauf­dal mat­reiðslumaður hef­ur víða komið við á sín­um ferli, allt frá því að vera kos­inn mat­reiðslumaður árs­ins, keppa í Bocu­se D'Or og vinna sem sous chef á ein­um þekkt­asta veit­ingastað heims, Ger­ani­um í Kaup­manna­höfn. Ljós­mynd/​Aðsend

Þakk­lát og meyr fyr­ir þessa viður­kenn­ingu

Sig­urður Lauf­dal mat­reiðslu­meist­ari og einn eig­anda veit­ingastaðar­ins OTO fagnaði þess­ari virtu viður­kenn­ingu sem er mik­ill heiður fyr­ir veit­ingastaðinn. Þegar um­sjón­ar­maður mat­ar­vefs­ins leitaði eft­ir fyrstu viðbrögðum Sig­urður við frétt­um dags­ins þá sagði hann eft­ir­far­andi: „Fyrst og fremst frá­bær viður­kenn­ing og hvatn­ing fyr­ir okk­ur á OTO, eld­húsið og þjón­ust­una þar sem staður­inn hef­ur ein­ung­is verið op­inn í 1 ár. Við erum þakk­lát og meyr fyr­ir þessa viður­kenn­ingu og hún efl­ir okk­ur í því að gera enn bet­ur. Starfs­fólkið á fyrst og fremst heiður­inn af þessu og okk­ar góðu gest­ir sem styðja við okk­ur og hafa mætt til okk­ar frá upp­hafi. Sum­arið byrj­ar vel,“ seg­ir Sig­urður sem er í skýj­un­um.

Mat­ar­vef­ur­inn ósk­ar teym­inu á veit­ingastaðnum inni­lega til ham­ingju með þessa virtu viður­kenn­ingu.

OTO býður upp á ferska og spennandi matarsennu sem og …
OTO býður upp á ferska og spenn­andi mat­ar­sennu sem og snjalla sam­setn­ing­ar af ít­alskri og jap­anskri mat­ar­gerð ásamt framúrsk­ar­andi þjón­ustu. Sam­sett mynd
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert