Nú er komið að salthnetukökunni úr Móberginu fræga

Dýrðlega salthnetukaka sem kemur úr eldhúsinu fræga í Móberginu.
Dýrðlega salthnetukaka sem kemur úr eldhúsinu fræga í Móberginu. Ljósmynd/Brynja Dadda Sverrisdóttir

Hér erum við komin með alveg dásamlega salthnetuköku sem kemur úr smiðju Brynju Döddu Sverr­is­dótt­ur ofan úr fjall­inu í Kjós, Mó­berg­inu fræga. Brynja Dadda er ástríðubak­ari og heill­ar alla sína gesti með sín­um ómót­stæðilegu kræs­ing­um og eldhúsið er staðurinn sem töfrarnir í Móberginu gerast. Brynja Dadda segir þessa köku var eina af þeim sem verður að vera í öllum stórafmælum og veislum og hún mun líka sóma sér vel á öllum kosningakaffihlaðborðunum á laugardaginn næstkomandi þegar kjördagur rennur upp í allir sinni dýrð. „Þessi er algjör sælgæti og verið mjög vinsæl hér til margra ára,“ segir Brynja Dadda með bros á vör.

Þessi passar vel með kosningakaffi á kjördag, laugardaginn næstkomandi.
Þessi passar vel með kosningakaffi á kjördag, laugardaginn næstkomandi. Ljósmynd/Brynja Dadda Sverrisdóttir

Salthnetukaka

  • 3 eggjahvítur
  • 1 bolli sykur
  • 1 tsk. lyftiduft
  • ¾ bolli salthnetur
  • 20 stk. Ritz kex kökur, má vera meira eða minna eftir smekk

Aðferð:

  1. Stífþeytið eggjahvítur með ¾ af sykrinum þar til kominn er þykkur marens.
  2. Myljið kexið og blandið saman við salthnetur, lyftidufti og restin af sykrinum.
  3. Hrærið þessu síðan úti í marensinn varlega.
  4. Setjið blönduna í kringlótt smurt form.
  5.  Setjið síðan ofn á 175°C  í 25 mínútur. Ofnar eru misjafnir 3-5 mínútur til eða frá.
  6. Takið kökuna út þegar hún er tilbúin og leyfið að kólna aðeins áður en kremið er sett á. Gott að nota tímann til að gera krem á meðan.

Krem

  • 3 eggjarauður
  • 60 g flórsykur
  • 50 g mjúkt smjör
  • 100 g suðusúkkulaði

Aðferð:

  1. Setjið eggjarauður, flórsykur og smjör saman í ská og hrærið vel saman.
  2. Bræðið suðusúkkulaðið yfir vatnsbaðið og setjið út í að síðustu.

Samsetning

  1. Veljið fallega kökudisk eða viðarbretti og setjið botninn á. Smyrjið síðan kremið og leyfið því að flæða að hjartans lyst.
  2. Berið fram með þeyttum rjóma og ferskum berjum ef vill. 
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert