Jóa Fel finnst ekki vera alvöru kosningakaffi án brauðtertunnar

Jóa Fel finnst ekki vera alvöru kosningakaffi án brauðtertunnar.
Jóa Fel finnst ekki vera alvöru kosningakaffi án brauðtertunnar. Samsett mynd

Nú styttist óðum í kjördag en á laugardaginn 1. júní næstkomandi munu Íslendingar kjósa sér nýja forseta. Það má fastlega búast því að haldin verði ófá kosningakaffiboðin og margir munu gera sér glaðan dag og bjóða í kosningapartí og grill.

Konan að keppa í fitness

Jóhannes Felixson, betur þekktur sem Jói Fel, veit fátt skemmtilegra en að mæta í kosningakaffi með þjóðlegar kræsingar og njóta með gestum og gangandi. Hann verður þó fjarri gamni að þessu sinni.

„Því miður kemst ég ekki í kosningakaffi í ár þar sem ég sit uppi með konuna mína sem er að fara keppa í fitness eftir tveggja mánaða undirbúning og mikið liggur við. Þannig að við megum ekki borða neitt sem boðið verður upp á í öllum þessum hátíðlegum kosningaveislum sem haldnar verða um land allt. En mikið vona ég að það verði boðið upp á alvöru brauðtertur. Ef þær verða ekki boði þá er það ekki alvöru kosningakaffi. Það verða að vera brauðtertur og/eða snittur, malt og appelsín að drekka í alvöru kosningakaffi,“ segir Jói og brosir.

Alvöru steik með bernaise-sósu

Aðspurður segir Jói að hann ætli að vera með alvöru kvöldmáltíð í tilefni dagsins. „Væntanlega verður rosalega mikið að gera þetta kvöld svo ég ætla að vera með alvöru risa steik og bera hana fram með ekta bernaise-sósu sem mun gera kvöldið fullkomið. Gott rauðvín verður parað með steikinni þannig að maður haldi út langt fram eftir á kosningavökunni í sjónvarpinu. Það vill svo til að við erum akkúrat að flytja til Hveragerðis um þessa helgi þannig að forsetakosningarnar verða ekki efst í huga okkar þá. Sá sem vinnur er og verður minn forseti og við munum halda upp á það með góðum mat og mikilli gleði,“ segir Jói að lokum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert