Föstudagspítsan er í kosningaham, en landsmenn undirbúa sig nú fyrir úrslit spennandi forsetakosninga á morgun, laugardaginn 1. júní, þegar nýr forseti lýðveldisins verður valinn. Að þessu sinni kemur föstudagspítsan úr smiðju Sigmars Vilhjálmssonar, betur þekktur sem Simmi Vill, en hann notar í uppskriftina vörur frá 12 tommunni.
Það varð frægt þegar að fráfarandi forseti, Guðni Th. Jóhannesson mælti mót ananas á pítsur. Ummæli forseta fóru ekki vel ofan í marga maga og eftir að hafa náð athygli alheimspressunnar sá forsetinn sig knúann að gefa út yfirlýsingu að hann væri jú ekki í aðstöðu til að stjórna pítsuvenjum landsmanna.
Ég bilast
Þar sem Simmi Vill veit ekki hver afstaða núverandi forsetaframbjóðenda til ananas á pítsu er forðast Simmi Vill hann í þessari uppskrift og notast frekar við döðlur. Pítsuna kallar Simmi. „Ég bilast“ sem er viðeigandi nafnbót fyrir spennta landsmenn sem bíða eftir niðurstöðum úr gríðarlega spennandi kosningum um helgina.
Girnileg föstudagspítsan og enginn ananas.
Ljósmynd/Aðsend
Ég bilast
- 1 stk. 12 Tommu pítsadeig
- 12 Tommu pítsasósa, eftir smekk
- 12 Tommu pítsaostur, eftir smekk
- Rauðlaukur, skorinn í strimla
- Pepperóní eftir smekk
- Döðlur, skornar í bita
- Ferskt chili, skorið smátt
- Rjómaostur eftir smekk
Aðferð:
- Byrjið á hita ofninn í 200°C hita og fletja út deigið á bökunarpappír.
- Smyrjið pítsasósuna ofan á deigið.
- Dreifið næst rifna ostinum yfir sósuna.
- Stráið rauðlauknum yfir eftir smekk
- Setjið síðan pepperóní ofan á og hafið magn eftir smekk.
- Dreifið loks döðlunum yfir eftir smekk
- Setjið síðan ferskt chili ofan á og veljið magn eftir smekk.
- Sprautið eða setjið rjómaost ofan á eftir smekk.
- Setjið á ofnplötu og bakið 12-15 mínútur við 200°C eða á pítsakerfi.
- Einnig er hægt að baka pítsuna í útipítsaofni en það tekur aðeins 60-90 sekúndur en fer það eftir eftir ofnum og á hversu mikinn hita er stillt. Mikilvægt er að standa við ofninn allan tímann og snúa pítsunni reglulega til að fá jafnan bakstur.
- Berið fram og njótið.