Amber & Astra - nýr spennandi staður

Helena aðstoðarveitingastjóri, Viggó Vigfússon eigandi og rekstraraðili, Carl Kristian Frederiksen …
Helena aðstoðarveitingastjóri, Viggó Vigfússon eigandi og rekstraraðili, Carl Kristian Frederiksen yfirkokkur og Irena veitingastjóri veitingastaðarins Amber & Astra. mbl.is/Kristinn Magnússon

Staðurinn ber heitið Amber & Astra og er afrakstur sameiginlegs áhugamáls hjónanna Viggós Vigfússonar og Erlu Sylvíu Guðjónsdóttur. Erla starfar einnig sem mannauðsstjóri hjá Andes & Prógramm, deilir ástríðu sinni fyrir mat með Viggó, sem ber hitann og þungann af öllu er snýr að opnun og rekstri staðarins. Þau eru einnig eigendur Black box pizza og Hygge – Coffee & Micro Bakery og veitingastaðarins OTO, sem er systur staður Astra & Amber, ásamt Sigurði Laufdal matreiðslumeistara.

Amber & Astra býður upp á framandi og klassíska matargerð með áherslu á franska matarmenningu, án þess þó að takmarkast við hana. Staðurinn býður upp á fjölbreyttan og áhugaverðan matseðil sem er innblásinn af ríkum matarhefðum Frakklands ásamt klassík frá öðrum menningarsvæðum. „Við kunnum að meta klassíska matargerð og erum þar af leiðandi heilluð af franskri matargerð og klassík sem okkur sjálfum finnst gott að borða,“ segir Viggó. Réttirnir eru bornir fram á fallegan hátt og mikið lagt upp úr að vera með vín sem parast með réttunum.

Humarinn er einn vinsælasti rétturinn á matseðlinum og rýkur út …
Humarinn er einn vinsælasti rétturinn á matseðlinum og rýkur út úr eldhúsinu alla daga. mbl.is/Kristinn Magnússon

Nafnið Amber & Astra varð til úr samtölum eigenda um hönnun og matarlist staðarins. Amber vísar til fallegrar og hlýrrar lýsingar og litavals á staðnum en Astra, sem var einnig nafn á vinsælum bar á Hótel Sögu, er nú endurvakið í formi notalegs „speak easy“-bars sem býður upp á drykki hvort sem gestir snæða á staðnum eða ekki.

Eldað af kostgæfni og alúð

Áhersla staðarins er að bjóða upp á heildarupplifun, þar sem umhverfi, þjónusta og matargerð er í forgrunni. Staðurinn leggur áherslu á klassíska matargerð með frönskum undirtónum og býður upp á dýrindis hágæðamatargerð sem höfðar til gesta. Eins og fram hefur komið er boðið upp á klassíska rétti og steikur, þar sem hráefni er vandlega valið og eldað af kostgæfni og alúð af meistarakokkum staðarins.

Ágúst, Juan, Chiara og Carl sjá um að töfra fram …
Ágúst, Juan, Chiara og Carl sjá um að töfra fram kræsingarnar úr eldhúsinu. Öll hafa þau mikla ástríðu fyrir franskri matargerð og menningu og nostra við réttina þegar þeir eru framreiddir. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Mikill fengur er að hafa fengið til liðs við okkur danska kokkinn Carl Kristian Frederiksen sem er reyndur í bransanum og hefur starfað á Michelin-stjörnu-veitingastöðum. Veitingastjóri staðarins er Irena og Helena er aðstoðarveitingastjóri, báðar búa yfir mikilli reynslu og munu tryggja að hver gestur njóti þess besta sem Amber & Astra hefur upp á að bjóða,“ segir Viggó.

Ríkulegur brönsseðill

Helgar eru sérstaklega skemmtilegar á Amber & Astra, þar sem boðið er upp á ríkulegan brönsseðil sem þegar hefur slegið í gegn. Þar er að finna nokkra af frægustu réttum Frakka sem eiga sér langa sögu. Vínseðillinn er alþjóðlegur með sérstaka áherslu á franskt og ítalskt vín, en markmiðið er að koma til móts við fjölbreyttan smekk gesta.

Staðurinn, sem er í glerhúsi, er hannaður af Hafstúdíó sem áður hannaði OTO. Hönnunin skapar kósí stemningu og nýtir sér það sem fyrir var á staðnum til að skapa stílhreina umgjörð og notalegt andrúmsloft. Staðsetningin á Amber & Astra er í hjarta borgarinnar, en staðurinn stendur beint á móti Þjóðleikhúsinu.

Vert er að geta þess að staðurinn er opinn alla daga vikunnar frá klukkan 17.00, í hádeginu á fimmtudögum og föstudögum og býður upp á bröns um helgar og mun án efa njóta vinsælda hjá þeim sem leita eftir einstakri matarupplifun í hjarta borgarinnar.

Franskt baguette borið fram með kóngasveppasmjöri og þeyttu smjöri ef …
Franskt baguette borið fram með kóngasveppasmjöri og þeyttu smjöri ef vill við upphaf máltíðar. Ávallt gott og minnir á franskar hefðir. mbl.is/Kristinn Magnússon
Heilgrilluð sólflúra sem á engan sinn líka, borin fram á …
Heilgrilluð sólflúra sem á engan sinn líka, borin fram á fallegan hátt. Augnakonfekt að njóta. mbl.is/Kristinn Magnússon
Ljúffengir Grillaðir kokkteiltómatar á greinum bornir fram á frumlegan og …
Ljúffengir Grillaðir kokkteiltómatar á greinum bornir fram á frumlegan og skemmtilegan hátt. mbl.is/Kristinn Magnússon
Tomahawk - steik grilluð með sítrónu og Amber-kryddsmjörinu sem þegar …
Tomahawk - steik grilluð með sítrónu og Amber-kryddsmjörinu sem þegar er orðið frægt. Ómótstæðilega góð steik þar sem einfaldleikinn ræður ríkjum mbl.is/Kristinn Magnússon
Þessi eftirréttur er syndsamlega góður og kveikir í öllum sælkerum.
Þessi eftirréttur er syndsamlega góður og kveikir í öllum sælkerum. mbl.is/Kristinn Magnússon
Franskar Magdalenur eða Madeleines, ávallt klassískar og góðar.
Franskar Magdalenur eða Madeleines, ávallt klassískar og góðar. mbl.is/Kristinn Magnússon
Súkkulaðisyndin ljúfa, hveitislausakakan sem gleður, borin fram með ís og …
Súkkulaðisyndin ljúfa, hveitislausakakan sem gleður, borin fram með ís og ferskum berjum. mbl.is/Kristinn Magnússon
Spergill grænn og hvítur borinn fram á fallegan hátt.
Spergill grænn og hvítur borinn fram á fallegan hátt. mbl.is/Kristinn Magnússon
Helena og Irena njóta þess að taka móti gestum og …
Helena og Irena njóta þess að taka móti gestum og bjóða þeim upp á eftirminnilega upplifun. mbl.is/Kristinn Magnússon
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert