Stjörnukokkurinn byrjar kjördaginn á kaffibolla

Stjörnukokkurinn Sigurður Laufdal og einn eigenda veitingastaðarins OTO ætlar að …
Stjörnukokkurinn Sigurður Laufdal og einn eigenda veitingastaðarins OTO ætlar að byrja daginn á einum góðum kaffibolla heima um morguninn áður hann fer að kjósa. Samsett mynd

Nú er kjördagur runninn upp í allri sinni dýrð og væntanlega bjóða flestir frambjóðendur til forseta Íslands upp á kosningakaffihlaðborð í dag þar sem kjósendur geta gædd sér á þjóðlegum krásum eftir að hafa mætt á kjörstað.

Sigurður Laufdal matreiðslumeistari, stjörnukokkur og einn eigenda að veitingastaðnum OTO, sem hlaut Michelin-stjörnumeðlimi á dögunum í glænýrri handbók Michelin sem kom út um nýliðna helgi, ætlar að nýta kosningaréttinn og kjósa. Hann er hrifinn af þjóðlegum kræsingum eins kleinum og pönnukökum. Hann vonar að allir nýti sér kosningaréttinn sinn og kjósi og byrji daginn jafnvel á kaffibolla.

Byrjar á kaffibolla heima

Ætlar þú að mæta í kosningakaffi á kjördag?

„Ég stend vaktina á OTO í dag svo ætli ég byrji ekki á einum góðum kaffibolla heima um morguninn áður en ég fer að kjósa, telst það með sem kosningakaffi ?,“ spyr Sigurður og brosir.

Hvað finnst þér mest heillandi á kosningakaffihlaðborðið?

„Ég myndi segja að fyrir mig væri það kleinur og pönnukökur með rjúkandi heitum kaffibolla. Bæði upprúllaðar pönnsur og líka með sultu og rjóma á milli. Svo þarf að vera ein smurbrauðsterta. Það getur ekki klikkað.“

Ribeye og humar á grillið

Ertu búinn að ákveða matseðilinn fyrir kvöldverðinn á kjördag?

„Ef ég væri með boð heima væri ég að fara að grilla. Ég myndi grilla ribeye og humar og skella svo alls konar meðlæti á grillið, kartöflum, sveppum, papriku, kúrbít og svo er grillaður maís með smjöri, salt, parmesan og kóríander í uppáhaldi. Þó grillmaturinn sé góður finnst mér alltaf gott að hafa eitthvað ferskt með til dæmis eins og sumarlegt salat, með góðri salatblöndu og setja svo í það einhvern ávöxt. Mér finnst gott að nota appelsínu eða peru út í salatið.

Fyrir eftirrétt væri ég með einhverja góða súkkulaðiköku sem væri hægt að narta í yfir kvöldið og fram í nóttina meðan maður fylgist með kosningunum og fá sér jafnvel með henni smá kaffi með örlítið af baileys.“

Á að mæta í kosningapartí?

„Ég ætla að sjá til hvað ég geri, en ég tel það líklegra en ekki, þetta verða án efa mjög spennandi kosningar sem verður gaman að fylgjast með.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert