Landsliðsþjálfarinn Snædís sæmd Cordon Blue orðunni

Á árshátíð Klúbbs matreiðslumeistara nú nýverið var Snædís Xyza Mae …
Á árshátíð Klúbbs matreiðslumeistara nú nýverið var Snædís Xyza Mae Ocampo matreiðslumeistara veit Cordon Blue orða Klúbbs matreiðslumeistara. Samsett mynd

Á árshátíð Klúbbs matreiðslumeistara nú nýverið var Snædís Xyza Mae Ocampo matreiðslumeistara veit Cordon Blue orða Klúbbs matreiðslumeistara en orðan er veitt þeim sem sýnt hafa fram á framúrskarandi starf í þágu matreiðslufagsins.

Byrjaði að mennta sig í fatahönnun

Snædís fæddist á Filippseyjum 1989 og flutti ung til Íslands, þrátt fyrir að oft hafi á móti blásið, kemur hún alltaf út sem sannur sigurvegari.  Snædís ólst upp á Dalvík og flutti síðar til Reykjavíkur til að mennta sig í fatahönnun, en eftir að hafa kynnst matreiðslufaginu í aukavinnu á Sushi Social færði hún sig yfir í matreiðsluna.  Hóf námið á Apótekinu,  færði sig síðan á Hótel Sögu og útskrifaðist þaðan 2018. Hún starfar núna sem yfirmatreiðslumaður ION Hotel og er þjálfari íslenska kokkalandsliðsins.

Snædís tekur hér við viðurkenningunni hjá Bjarka Ingþóri Hilmarssyni formanni …
Snædís tekur hér við viðurkenningunni hjá Bjarka Ingþóri Hilmarssyni formanni orðunefndar og Þóri Erlingssyni forseta Klúbbs matreiðslumeistara. Ljósmynd/Klúbbur matreiðslumeistara

Hefur tvisvar hlotið brons á Ólympíuleikunum í matreiðslu

Snædís er þaulreynd í keppnismatreiðslu og hóf sín afskipti af íslenska kokkalandsliðinu sem aðstoðarmaður 2015 og tók þátt ásamt liðinu á Ólympíuleikum 2016.  Hún var svo fyrirliði liðsins þegar það náði sínum besta árangri og varð í 3. sæti á Ólympíuleikum 2020 samhliða því sem hún gekk með sitt fyrsta barn.

„Hún tók við þjálfun liðsins í apríl 2023 og leiddi liðið aftur á pall þar sem það jafnaði árangur sinn frá 2020 og náði 3. sæti.  Sem er eftirtektarverður árangur eftir skamma en snarpa 9 mánaða lotu í æfingum, en flest liðin æfðu í 2 ár fyrir mótið,“ segir Þórir Erlingsson forseti Klúbbs matreiðslumeistara. „Snædís er flinkur fagmaður, okkur öllum frábær fyrirmynd, fær stjórnandi og sannur leiðtogi. Fremst á meðal jafningja,“ segir Þórir að lokum og horfir björtum augum til framtíðar fyrir hönd íslenska kokkalandsliðsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert