Chia-búðingur með matcha fyrir vandláta

Hollusta í glasi, chia-búðingur með matcha og ferskum jarðarberjum.
Hollusta í glasi, chia-búðingur með matcha og ferskum jarðarberjum. Ljósmynd/Aðsend

Eins og fram hefur komið hér á Matarvefnum er matcha orðið sí­fellt vin­sælla meðal fólks sem tal­ar fyr­ir heil­brigðum lífs­stíl um all­an heim og hef­ur öðlast orðspor sem það fæðubót­ar­efni sem er leiðandi í holl­ustu. Það er því upplagt að deila fleiri uppskriftum með ykkur lesendum af girnilegum og hollum réttum sem innihalda matcha og sérstaklega sem koma sér vel til hefja daginn á. Þessi chia-búðingur með matcha er bæði ljúffengur og ofur hollur. Kostur er líka sá að það er auðvelt að gera hann að sínum og velja ferska ávexti sem hverjum og einum þykir bestur til að toppa búðinginn með.

Chia-búðingur með matcha

  • 1/3 bolli chia fræ
  • 1 dós kókosmjólk
  • 2 tsk. Moya matcha daily
  • 3-4 msk. hlynsíróp
  • 1 msk. sítrónusafi
  • 1⁄2 - 1 bolli plöntumjólk að eigin vali
  • Ferskir ávextir að eigin vali eins og jarðarber, bláber, hindber eða bananar

Aðferð:

  1. Hellið plöntumjólk í skál og þeytið.
  2. Blandið síðan öllu hráefninu saman í sömu skálina (fyrir utan jarðarberin eða fersku ávextina sem þið ætlið að nota) og þeytið saman.
  3. Þið getið líka blandað öllu í stóra krukku og hrist það mjög vel.
  4. Setjið lokið yfir og kælið búðinginn í að minnsta kosti 3 klukkustundir eða ef þið hafið tíma, um 8 klukkustundir.
  5. Hrærið í því tvisvar í smá stund.
  6. Ef búðingurinn verður of þykkur skulu þið blanda meiri plöntumjólk út í.
  7. Berið fram kalt og toppið með ferskum ávöxtum að eigin vali.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka