Gamaldagssúrkál er ofurfæða og inniheldur mikið af góðgerlum ef það er unnið lifandi og ógerilsneytt. Það er frábært meðlæti með flest öllum mat, gott eitt og sér og í dag er hægt að fá nokkrar tegundir af sælkerasúrkáli sem gleður bragðlaukana.
Næstu miðvikudaga í sumar munum við deila með lesendum uppskriftum úr smiðju súrkálsdrottningarinnar, Dagnýjar Hermannsdóttur, en hún svipti hulunni af fyrstu uppskriftinni í síðustu viku sem var kimchi salat með nokkrum tilbrigðum. Nú er það pólskt hversdagssalat sem Dagný hefur mikið dálæti af.
„Þetta er ótrúlega frískandi og gott salat og passar með nánast hverju sem er. Það er um að gera að leika sér með hlutföllin. Þetta salat geymist í nokkrar daga í kæli,“ segir Dagný með bros á vör.
Pólskt hversdagssalat
Aðferð: