Coocoo's teymið býður upp á Morgunverðarvefju

Coocoo's teymið Lucas Keller og Íris Ann Sigurðardóttir ásamt drengjunum …
Coocoo's teymið Lucas Keller og Íris Ann Sigurðardóttir ásamt drengjunum sínum Indigo og Sky. Þau ætla að bjóða upp á brönsrétt á morgun á Listahátíðinni. Samsett mynd

Coocoo's teymið mætir á Listahátíð í Reykjavík  í Iðnó á morgun, sunnudaginn 9. júní milli klukkan 12.00 - 15.00 og býður upp á einn klassískan og vinsælan brönsrétt sem er að þessu sinni „Morgunverðarvefjan“.  

Krásir frá Coocoo's teyminu.
Krásir frá Coocoo's teyminu. Ljósmynd/Íris Ann

Coocoo's teymið, Lucas Keller, Íris Ann Sigurðardóttir og synir þeirra áttu og ráku veitingastaðinn The CooCoo's Nest út á Granda í Reykjavík í liðlega tíu ár en lokuðu í lok ársins 2022.  Staðurinn naut mikilla vinsælda og var búinn að eignast stóran hóp af fastakúnnum. Margir sjá mikið eftir staðnum og munu eflaust fagna að geta skroppið á Iðnó og notið þess að fá sér morgunverðarvefju að hætti kokksins á The CooCoo's Nest og rifjað upp bragðupplifunina sem í boði var.

Indigo og Sky elska morgunverðarvefjuna.
Indigo og Sky elska morgunverðarvefjuna. Samsett mynd

Hamingjuský og tertufjör

Síðan mun matarstílistinn Áslaug Snorradóttir taka við kaffinu og verður þá í boði að versla sér „Hamingjuský“. Þær vinkonur Áslaug og Andrea verða með óskastund þar sem allar óskir rætast með hamingjuskýjum og tertufjöri.

Matarstílistinn mun bjóða upp á „Hamingjuský“.
Matarstílistinn mun bjóða upp á „Hamingjuský“. Ljósmynd/Íris Ann
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert