Gunnella skellir í fjölbreyttan og hreinsandi vikumatseðil

Gleðigjafinn og leikkonan Gunnella Hólmarsdóttir skelliir í vikumatseðilinn að þessu …
Gleðigjafinn og leikkonan Gunnella Hólmarsdóttir skelliir í vikumatseðilinn að þessu sinni. Ljósmynd/Aðsend

Gleðigjafinn og leikkonan Gunnella Hólmarsdóttir á heiðurinn af vikumatseðlinum að þessu sinni. Hún er ekki bara leikkona, heldur er hún líka leikstjóri, skemmtikraftur og handritshöfundur, svo fátt sé nefnt. Hún nýtur þess að snæða góðan mat í skemmtilegum félagsskap og veit til hvaða ráðs skal grípa ef sósan klikkar.

Það er sjaldan dauð stund hjá Gunnellu, í vetur stóð hún í ströngu að sýna leikritið Hvað ef sósan klikkar? Verkið naut mikilla vinsælda og sýndi Gunnella síðustu sýninguna fyrir troðfullum sal í Tjarnarbíó í vor en sýningin var í endursýningu vegna vinsælda.

Er að skrifa spennuþætti

Sumarið verður annasamt hjá henni en á döfinni er að skemmta og sjá um veislustjórnun í brúðkaupum og árshátíðum. „Síðan mun ég taka að mér að vera bingóstjóri, sjáum gæsapartí og byrja á nýju handriti, „Freyðijól“, sem er jólakabarett. Loks verð ég með uppistand sem verður uppfullt af gríni, dans og tónlist sem verður sýnt fjórða árið í röð í Bæjarbíó í Hafnarfirði 15. nóvember næstkomandi. Svo er það stóra leyndarmálið, en ég er að skrifa spennuþætti fyrir fjölskyldur í samvinnu við Bergdísi Júlíu Jóhannsdóttur og Glassriver. Má ekki segja meir, það er leyndó,“ segir Gunnella leyndardómsfull.

Þá er komið að því að svipta hulunni af vikumatseðlinum hennar Gunnellu sem er bæði fjölbreyttur og hreinsandi í hennar anda.

Mánudagur – Bleikjutaco með mangó-chilisalsa

„Á mánudögum reyni ég að hafa eitthvað létt í matinn þar sem ég er að kenna jóga á mánudagskvöldum og finnst mér óþægilegt að borða of þungt í magann áður. Svo elskar guttinn minn bleikju svo þetta taco er fullkomið. Bleikjunni má svo skipta út fyrir til að mynda sætum kartöflum eða avókadó ef það eru grænmetisætur á heimilinu eins og hjá okkur.“

Girnilegt bleikjutaco með mangó-chilisalsa.
Girnilegt bleikjutaco með mangó-chilisalsa. Ljósmynd/Ragnar Freyr Ingvarsson

Þriðjudagur - Þriðjudagspasta

„Á þriðjudögum vil ég að hafa eitthvað auðvelt og fljótlegt. Ég elska svona „allt í eitt form“, það sparar uppvaskið.“

Þriðjudagspasta með öllu í einu eldföstu móti.
Þriðjudagspasta með öllu í einu eldföstu móti. Ljósmynd/Unsplash

Miðvikudagur – Ljúffengt og kremað kókos - dahl

„Þar sem dóttir mín er grænmetisæta þá eldum við mikið af grænmetisréttum. Það er fátt betra fyrir sálina og magann en ljúffeng dahl-skál. Mæli svo með að gera meira en minna svo hægt sé að taka með nesti daginn eftir.“

Ljúffengt kremað kó­kos-dahl.
Ljúffengt kremað kó­kos-dahl. Ljósmynd/Hildur Ómarsdóttir

Fimmtudagur – Grænmetisrétturinn sem unglingarnir elska

„Fimmtudagsrétturinn er svona dúllerí sem gott er að láta malla í dágóðan tíma. Hér má taka út fiskisósuna svo rétturinn sé fyrir alla.“

Grænmetisréttur sem allir eiga eftir að elska.
Grænmetisréttur sem allir eiga eftir að elska. Ljósmynd/Svava Gunnarsdóttir

Föstudagur – Hrísgrjónavefjur að hætti Helgu Möggu

„Nýjasta æðið á heimilinu eru hrísgrjónavefjur. Þær hafa nánast tekið yfir pítsakvöldin en það er svo mikil stemning að setjast niður með fjölskyldunni á föstudagskvöldi þar sem við sitjum og spjöllum á meðan við rúllum okkur upp vefjum.“

Hrísgrjónavefjurnar hennar Helgu Möggu hafa slegið í gegn.
Hrísgrjónavefjurnar hennar Helgu Möggu hafa slegið í gegn. Samsett mynd

Laugardagur – Chilli con carne

„Það er fátt betra en gott chilli con carne eða chilli zin carne. Nachos og einn ískaldur öskra hreinlega laugardagur.  Ef þið vlijið vegan útgáfu þá er laga að skipta út hakkinu fyrir vegan hakk og öðrum mjólkurvörum fyrir vegan vörur.

Hvað er girnilegra?
Hvað er girnilegra? Ljósmynd/Unsplash

Sunnudagur – Nærandi og hreinsandi gulrótarsúpa

„Við elskum súpur. Ég geri oftast súpur úr afgöngum þar sem ég hreinsa út allt grænmetið úr ísskápnum. Þar nota ég ekki uppskrift. En þessi uppskrift hljómar sjúklega vel. Sunnudagur er tilvalinn hreinsunardagur. Bæði fyrir ísskápinn og meltinguna.“

Nærandi og hreinsandi gulrótarsúpa.
Nærandi og hreinsandi gulrótarsúpa. Ljósmynd/Íslenskt.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert