Hver elskar ekki makkarónur með osti?

Nigella Lawson kann að gera dásamlega góðan makkarónurétt með osti.
Nigella Lawson kann að gera dásamlega góðan makkarónurétt með osti. Samsett mynd

Gald­ur­inn við hinn full­komna rétt með makkarón­um með osti er hvíta sós­an ljúfa. Eld­hús­gyðjan Nig­ella Law­son er á því að marg­ir hræðist að gera þessa ofn­bökuðu hvítu sósu og er því búin að gera ein­fald­ari út­gáfu að rétt­in­um. Þá er í raun eng­in ostasósa held­ur dá­sam­lega mikið af osti, eggj­um og dósamjólk.

Hver elskar ekki makkarónur með osti?

Vista Prenta

Makkarón­ur með osti

Fyr­ir 4

  • 250 g makkarón­ur
  • 250 þroskaður chedd­ar ost­ur eða öðrum osti
  • 250 ml dósamjólk
  • 2 egg
  • Nýmalað múskat
  • Salt og pip­ar eft­ir smekk

Aðferð:

  1. For­hitið ofn­inn upp í 220°C.
  2. Sjóðið makkarón­urn­ar sam­kvæmt leiðbein­ing­um á pakka, hellið af þeim og setjið aft­ur í heit­an pott­inn.
  3. Á meðan makkarón­urn­ar sjóða skal setja ost­inn, dósamjólk, egg og múskat í mat­vinnslu­vél eða bland­ara og hræra sam­an. Ann­ars má rífa ost­inn og blanda öllu sam­an í hönd­un­um.
  4. Hellið ostasós­unni yfir makkarón­urn­ar, hrærið vel og kryddið til með salti og pip­ar eft­ir smekk.
  5. Skellið í meðal stórt fat eða eld­fast mót, vítt og grunn er best, og bakið rétt­inn í mjög heit­um ofni í um það bil 10 til 15 mín­út­ur eða þangað til rétt­ur­inn kraum­ar og er orðinn gull­in­brún að ofan.
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert