„Smashburger-salat“ er það vinsælasta á TikTok í dag

Helga Magga er búin að galdra fram sitt eigið „Smashburger-salat“ …
Helga Magga er búin að galdra fram sitt eigið „Smashburger-salat“ sem fer eins og stormsveipur um samfélagsmiðla þessa dagana. Samsett mynd

Helga Magga heilsumarkþjálfi og matarbloggari er sniðugri en flestir þegar kemur að einföldum og skemmtilegum réttum sem allir geta gert. Hún galdraði fram þetta frumlega „Smashburger-salat“ á dögunum en það hefur notið mikilla vinsælda á samfélagsmiðlum síðustu vikur í ýmsum útgáfum.

„Þetta salat kom alveg ótrúlega á óvart. Þetta er smá tilbreyting við „smashburger-taco“ réttinn en þetta bragðast nánast eins og Mc-Donalds-sósan passar því líka frábærlega vel á hamborgara,“ segir Helga Magga sem er yfir sig hrifin af þessu salati.

@helgamagga.is

Smashburger salat ✨✨ uppskriftin er komin inn á www.helgamagga.is

♬ If You Don't Want My Love - Jalen Ngonda

Smashburger-salat

Fyrir 3-4

  • 500 g nautahakk
  • litlir tómatar
  • jöklasalat (iceberg)
  • laukur
  • súrar gúrkur
  • gúrka
  • rifinn cheddar-ostur

Aðferð:

  1. Innihaldið í salatið fer algjörlega eftir smekk en Helga Magga segir að 500 g af nautahakki sé hæfilegt magn fyrir 3-4.
  2. Byrjið á því að skera kálið fínt niður, síðan laukinn, tómatana, gúrkurnar og súru gúrkurnar.
  3. Steikið nautahakkið steikt og kryddið til með salti og pipar og smá hamborgarakryddi.
  4. Látið kólna örlítið á meðan sósan er útbúin (sjá uppskrift hér fyrir neðan)
  5. Raðið síðan salati í hverja skál eftir smekk, setjið cheddar-ost yfir og að lokum smashburger-sósuna.
  6. Berið fram og njótið.

Smashburger-sósa

  • 1 dós sýrður rjómi 180 g
  • 2 msk. sætt sinnep (gult) 30 g
  • 2 msk. tómatsósa 30 g
  • 50 g súrar gúrkur, fínt niðurskornar
  • Salt, pipar, hvítlauksduft eftir smekk

Aðferð:

  1. Blandið öllum hráefnunum saman í skál og hrærið vel saman.
  2. Uppskriftin er einföld og upplagt er að tvöfalda hana því hún fer hratt.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert