Heitt matcha latte til að byrja daginn á

Heitt matcha latte gleður sálina.
Heitt matcha latte gleður sálina. Ljósmynd/Unsplash

Mörgum finnst gott að byrja daginn á heitum drykk sem nærir líkama og sál. Hér erum við komin með uppskrift að heitum ljúfum drykk sem inniheldur hið góða matcha te sem gefur pottþétt góða orku inn í daginn. Þetta heitt matche latte og er gullfallegt í glasi.

Heitt matcha latte

  • 3 ½ msk. heitt vatn (70-80°C)
  • 1 tsk. Moya matcha daily eða traditional
  • 1 glas plöntumjólk eftir smekk
  • 1 tsk. hunang eða agave síróp

Aðferð:

  1. Setjið matcha í tómt glas og hellið vatni yfir.
  2. Blandið saman með matcha písk eða handflóara í um það bil 30 sekúndur.
  3. Bætið hunangi eða agavesírópi út í og blandið öllu rólega saman við.
  4. Flóið plöntumjólkina og hellið saman við matcha teið.
  5. Berið fram og njótið í hugguleg heitum.
  6. Þið getið skreytt að vild líkt og gert hér á myndinni.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert