Strangheiðarlegt og fljótlegt pylsupasta að hætti Snorra

Snorri Guðmundsson sælkeri fær sér stundum strangheiðarleg pylsupasta sem tekur …
Snorri Guðmundsson sælkeri fær sér stundum strangheiðarleg pylsupasta sem tekur innan við 15 mínútur að gera. Samsett mynd

Hver man ekki eftir því að hafa fengið pylsupasta á bernskuárunum? Pylsupasta var í uppáhaldi hjá mörgum og mikil eftirvænting ríkti þegar það var í matinn.

Þessi uppskrift að pylsupasta er strangheiðarleg og tekur stutta stund að útbúa.  Heiðurinn af þessari uppskrift á Snorri Guðmundsson hjá Matur og myndir en þetta pylsupasta er með kalamata ólífum, chiliflögum og basilíku sem gerir það fullorðins.

„Þetta er mitt „go-to“ pasta á virkum dögum þegar mig langar í eitthvað sérstaklega ljúffengt en hef ekki endilega orkuna í að standa í eldhúsinu lengur en 10-15 mínútur. Ég geri það þó örlítið „fullorðinslegra“ með því að bæta við kalamata ólífum og rauðum chiliflögum,“ segir Snorri og bætir við að auðvitað megi sleppa chiliflögunum fyrir þau sem yngri eru.

Girnilegt pylsupasta sem gleður bæði augu og munn.
Girnilegt pylsupasta sem gleður bæði augu og munn. Ljósmynd/Snorri Guðmundsson

Strangheiðarlegt pylsupasta með kalamata ólífum og rauðum chiliflögum

Fyrir 2-3

  • 5 stk. pylsur
  • 1 pk. ferskt spaghetti
  • 150 ml rjómi
  • 250 basilíku pastasósa
  • 1 tsk. kjúklingakraftur Oscar
  • 1 tsk. kjötkraftur Oscar
  • 40 g kalamata ólífur
  • 20 g parmesanostur
  • 6 g basilíka fersk eða eftir smekk
  • Rauðar chiliflögur, eftir smekk

Aðferð:

  1. Setjið vatn í pott með ríflegu magni af salti og náið upp suðu.
  2. Sneiðið pylsur í þunnar sneiðar.
  3. Sneiðið ólífur og grófsaxið basilíku.
  4. Hitið olíu á pönnu við meðalháan hita og steikið pylsusneiðarnar þar til þær eru farnar að taka lit.
  5. Bætið pastasósu, rjóma, kjúklingakrafti, kjötkrafti og ólífum út á pönnuna.
  6. Rífið helminginn af parmesanostinum saman við og lækkið hitann svo það kraumi rólega í sósunni.
  7. Sjóðið pasta í 2-3 mínútur eftir leiðbeiningum á umbúðum.
  8. Sigtið vatnið frá spaghettíinu og blandið spaghettíinu svo saman við sósuna ásamt basilíku og chiliflögum eftir smekk.
  9. Rífið restina af parmesanostinum saman við, smakkið til með salti og pipar og berið fram.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka