Rabarbaragæði með kardimommurjóma toppa daginn

Þessar eru æðislegar, með nýjum rabarbara og hafracrumble.
Þessar eru æðislegar, með nýjum rabarbara og hafracrumble. Ljósmynd/Hanna Thordarson

Nú tíminn til að baka kræsingar með rabarbara en þessa dagana er hann ferskur og kátur. Því er upplagt að koma með eina lauflétta uppskrift að góðri múffu eða múffum sem gleðja bragðlaukana. Uppskriftin kemur úr smiðju Hönnu Thordarson keramiker og matgæðings og á rætur sínar að rekja til Svíþjóðar en Svíar eru mikil kardimommuþjóð Það er líka svo skemmtilegt hvað kardimommur og rabarbari tala vel saman. Uppskriftina má gera í einu eldföstu móti, Hönnupotti eða í muffinsformum.

Í Svíþjóð er hægt að kaupa kardimommufræin í poka sem er upplagt að mylja gróft í mortéli.  Hér er annaðhvort hægt að fá fínmalaða kardimommu eða kardimommubelgina sem þarf að taka úr skelinni áður en fræin eru mulin í mortéli. Ef notast er eingöngu við fínmalaða kardimommu má minnka aðeins magnið í rjómanum og hafracrumblinu og smakka til.

Kardimommurjómi parast ákaflega vel með þessum múffum.
Kardimommurjómi parast ákaflega vel með þessum múffum. Ljósmynd/Hanna Thordarson

Múffur eða ein stór múffa með rabarbara

Heil múffa eða 15 til 20 stykki múffur

  • 200 g rabarbari, skorinn í smáa bita
  • 1 lífræn sítróna, börkurinn rifinn fínt
  • 2 egg
  •  dl og 1 msk. sykur
  • 1 msk. vanillusykur
  • 100 g smjör
  • 2 dl mjólk
  • 4 dl hveiti
  • 2 tsk. lyftiduft
  • ¼ tsk. salt
  • 1 tsk. fínmöluð kardimomma
  • ½ msk. kartöflumjöl

Aðferð:

  1. Byrjið á því að hita ofninn í 180°C (blásturstilling), ef notaður er Hönnupottur eða eldfast mót er gott að hita hann/það í ofninum.
  2. Þeytið saman egg, vanillusykur og 2½ dl sykur þar til blandan verður létt og ljós.
  3. Bræðið smjörið og bætið við mjólk ásamt sítrónuberkinum  og blandað saman.
  4. Hellið síðan öllu í blönduna ásamt hveiti, salti og lyftidufti, blandið varlega saman.
  5. Blandið saman rabarbara, 1 msk. sykri, kardimommu, og kartöflumjöli í skál. Bætið öllu saman við deigið og hrærið saman setjið síðan allt í Hönnupott eða eldfast  sem þolir að fara í ofn eða 10 muffinsform
  6. Bakið í 20 mínútur ef í potti, múffur þurfa 5 mínútur, takið út og bætið hafracrumble við, sjá uppskrift fyrir neðan.

Hafracrumble

  • 50 g smjör
  • ½ dl sykur
  •  dl hafragrjón
  • 1 msk. vanillusykur
  • 1 tsk. grófmulin kardimomma

Aðferð:

  1. Bræðið smjör. 
  2. Blandið saman sykri, hafragrjónum og vanillusykri við brætt smjörið. 
  3. Setjið blönduna yfir deigið eftir að það hefur bakast í 20 mínútur og bakið áfram í 15 – 20 mínútur, múffur þurfa einungis 10 mínútur.

Múffur

Ef bakað er í muffinsformum er heildarbaksturinn 15 mínútur en fyrst þarf að baka kökurnar í 5 mínútur og svo er hafracrumble sett yfir og bakað áfram í 10 mínútur.  Gera má ráð fyrir 15 – 20 stykkjum af múffum.

Kardimommurjómi

  •  dl rjómi
  • 1 tsk. grófmulin kardimomma

Aðferð:

  1. Þeytið rjómann og blandið kardimommu saman við.
  2. Berið fram með múffunni stóru eða múffunum litlu og njótið.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert