Sellerí -og sítrónukálið ljúfa í boði súrkálsdrottningarinnar

Sellerí- og sítrónukálið ljúfa í boðið súrkálsdrottningarinnar Dagnýjar Hermannsdóttur.
Sellerí- og sítrónukálið ljúfa í boðið súrkálsdrottningarinnar Dagnýjar Hermannsdóttur. Samsett mynd/Eyþór

Þá er það súrkálssalat vikunnar í boði Dagnýjar Hermannsdóttur súrkálsdrottningarinnar. Alla miðviku­daga í sum­ar mun­um við deila með les­end­um upp­skrift­um úr smiðju hennar og nú er það sellerí- og sítrónukálið ljúfa. Þetta er ljúfa salat sérlega gott með fiski og öðrum frekar bragðmildum réttum. Súrkálsdrottningin ber það líka hiklaust fram sem brauðsalat eða með grillmatnum og svo passar það líka vel með reyktu kjöti. Það verður ekki mikið einfaldara en þetta.

Einfalt og gott súrkálssalat sem passar vel með fiski og …
Einfalt og gott súrkálssalat sem passar vel með fiski og bragðmildum réttum. Einstaklega gott með grilluðum mat. mbl.is/Eyþór Árnason

Sellerí- og sítrónukálið ljúfa

  • 150 g sellerí  (3-4 stönglar)
  • 100 g  Sítrónukálið ljúfa
  • 100 g sýrður rjómi að eigin vali

Aðferð:

  1. Skerið selleríið í þunnar sneiðar eða í litla teninga.
  2. Blandið öllu saman og hrærið.
  3. Setjið í gott ílát með loki fyrir notkun.
  4. Berið fram með því sem hugurinn og matarhjartað girnist.
  5. Salatið geymist í nokkra daga í kæli.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka