Gleðigjafarnir nutu guðaveiga og krása

Mikil gleði ríkti í opnunarteiti Konsúlat á dögunum. Vigdís Häsler, …
Mikil gleði ríkti í opnunarteiti Konsúlat á dögunum. Vigdís Häsler, Gerald Häsle, Auður Ögn Árnadóttir, Eirný Sigurðardóttir og Sylvía Haukdal voru meðal gesta. Samsett mynd

Glæsilegt opnunarteiti var haldið á Konúsalat wine room á dögunum þar sem boðið var upp á guðaveigar og sælkerasmárétti sem runnu ljúft ofan í gesti. Konsúlat wine room er staðsett á Reykjavík Konsúlat hóteli við Hafnarstræti í Reykjavík í hjarta miðborgarinnar.

Gestum var boðið upp á frumlega og ljúffenga smárétti sem búið var að para með sérvöldum vínum og ljúfir tónar spilaðir. Tilefni var að fagna nýju mat- og vínseðli ásamt nýjum áherslum í þjónustu fyrir gesti og gangandi.

Smáréttur fylgir hverri keyptri flösku

Konsúlat wine room, vínstofan hefur verið opin í nokkur ár en núna höfum við opnað eldhúsið en aðal fókusinn er enn þá á vínin. Við leggjum áherslu á gott úrval glasavína og einblínum á ákveðin lönd eða svæði í einu og pössum að réttirnir passi sérstaklega vel við vínin. Einnig erum við með stóran vínseðil og á „happy hour“ eða hamingjustund fylgir smáréttur með hverri keyptri flösku,“ segir Sólveig Jóhanna Jónsdóttir framreiðslumeistari og veitingastjóri á Reykjavík Konsúlat hóteli og Iceland Parliament hóteli.

Hvernig eru áherslurnar í matargerðinni, matseðlinum sem í boði er?

„Í sumar erum við að vinna með Ítalíu og þau frábæru brögð sem það land býður upp á. Aðaláherslurnar eru þær að þetta eru smáréttir sem einfalt er að deila og til að njóta í afslöppuðu umhverfi. Hægt er að velja mismunandi bruschettur á platta til dæmis með grilluðum ætiþistlahjörtum og gorgonzola osti, grillaðri peru og prosciutto og auðvitað sú klassíska með tómötum, basilíku og burrata osti. Við erum einnig með stökka pólentubita með arrabiata sósu og endívur með sýrðum eplum og gorgonzola svo fátt eitt sé nefnt.“

Maturinn sérstaklega paraður með vínunum

Sólveig segir að mikill metnaður sé lagður í matargerðina og hugað sé að því að para réttina með ákveðnum vínum. „Maturinn er sérstaklega hugsaður til að passa með vínunum. Okkar slagorð eru: „Vínið er aðalrétturinn“ eða „The wine is the reason to dine“. Þannig ákveðum við alltaf fyrst hvaða vín við viljum lyfta upp hverju sinni og matseðillinn er síðan gerður út frá því. Auk þeirra vína sem við erum með fókusinn á að hverju sinni, bjóðum við einnig upp á vín hvaðanæva úr heiminum, bæði í glösum og flösku, auk þessara klassísku drykkja sem finna má á bar.“

Spennandi verkefni að skipta ört um matseðil

Í eldhúsinu stendur vaktina nýr yfirkokkur sem hugsar fyrir hverju smáatriði þegar kemur að matargerð. „Yfirkokkur staðarins er Matthías Ingi , alla jafna kallaður Matti, matreiðslumeistari en hann tók nýlega við Konsúlat Wine Room og hefur lagt veg og vanda við matseðlagerð. Hann hefur einnig verið yfirkokkur á Hjá Jóni, systur veitingastað okkar. Matta þykir gaman að hugmyndinni með Konsúlat Wine Room þar sem sköpunargáfan fær útrás í smáréttunum.  það er spennandi verkefni að skipta ört um matseðil sem talar saman við vínin,“ segir Sólveig með bros á vör.

Einnig verður boðið upp lifandi tónlist reglulega og hugmynd að vera með viðburði þegar tilefni er til. „Við erum með lifandi gítarleik annan hvern föstudag. Hugmyndin er svo að bjóða hópum upp á allskyns viðburði, s.s. vínsmökkun með og án mat og allskyns fræðsluviðburði tengda víni og framleiðslu þess.“

Ítölsk hlýja og sól í hjarta

Sólveig er full tilhlökkunar fyrir sumrinu. „Við erum mjög spennt fyrir sumrinu, ítölsk vín og spritzar í fyrirrúmi hjá okkur. Það er okkar von að matseðillinn ásamt vínunum muni færa okkur smá ítalska hlýju og sól í hjarta, sama hvernig viðrar. Barinn er einstaklega notalegur og mun klárt mál halda vel utan um gestina okkar, jafnvel þó svo að vindurinn muni ferðast hratt í sumar.“

Gleðin var í fyrirrúmi í opnunarteitinu eins og myndirnar lýsa vel.

Lúkas, Eirný, Steingrímur og Steinþór.
Lúkas, Eirný, Steingrímur og Steinþór. Ljósmynd/Majd Zarei
Vigdís Häsler og Gerald Häsler
Vigdís Häsler og Gerald Häsler Ljósmynd/Majd Zarei
Sylvía Haukdal og Auður Ögn Árnadóttir.
Sylvía Haukdal og Auður Ögn Árnadóttir. Ljósmynd/Majid Zarei
Sigurborg Geirdal og Elísa Geirdal.
Sigurborg Geirdal og Elísa Geirdal. Ljósmynd/Majid Zarei
Áki Lind, Trausti og Björg.
Áki Lind, Trausti og Björg. Ljósmynd/Majid Zarei
16. Aneta barþjónn, Steingrímur Sigurgeirsson og Stefán Einar Stefánsson.
16. Aneta barþjónn, Steingrímur Sigurgeirsson og Stefán Einar Stefánsson. Ljósmynd/Majid Zarei
Kamilla einarsdóttir, Tinna Brá Baldvinsdóttir, Hildur Gunnlaugsdóttir og Kristjana Sigurðardóttir.
Kamilla einarsdóttir, Tinna Brá Baldvinsdóttir, Hildur Gunnlaugsdóttir og Kristjana Sigurðardóttir. Ljósmynd/Majid Zarei
Catia, Fanney Dóra Sigurjónsdóttir Sólveig Jóhanna Jónsdóttir.
Catia, Fanney Dóra Sigurjónsdóttir Sólveig Jóhanna Jónsdóttir. Ljósmynd/Majid Zarei
Ísak Hafberg, Jóhann Karl Hirst, Anna Hafberg, Grazyna Maria og …
Ísak Hafberg, Jóhann Karl Hirst, Anna Hafberg, Grazyna Maria og Sólveig Anna. Ljósmynd/Majid Zarei
Steinþór og Sævar frá Mekka.
Steinþór og Sævar frá Mekka. Ljósmynd/Majid Zarei
Arnór Daði Rafnsson gítarleikari.
Arnór Daði Rafnsson gítarleikari. Ljósmynd/Majid Zarei
Jonathan Wright barþjónn.
Jonathan Wright barþjónn. Ljósmynd/Majid Zarei
Blandaðar bruschettur að hætti kokksins.
Blandaðar bruschettur að hætti kokksins. Ljósmynd/Majid Zarei
Yfirsýn á barinn.
Yfirsýn á barinn. Ljósmynd/Majid Zarei
Sólveig Anna Jónsdóttir skenkir í glösin.
Sólveig Anna Jónsdóttir skenkir í glösin. Ljósmynd/Majid Zarei
Aneta barþjónn skenkir í glösin.
Aneta barþjónn skenkir í glösin. Ljósmynd/Majid Zarei
Boðið upp á kræsingar.
Boðið upp á kræsingar. Ljósmynd/Majid Zarei
Ingólfur Haraldsson.
Ingólfur Haraldsson. Ljósmynd/Majid Zarei
Fjölmenni mætti að fagna nýjum seðli.
Fjölmenni mætti að fagna nýjum seðli. Ljósmynd/Majid Zarei
Réttirnir nutu mikilla vinsælda.
Réttirnir nutu mikilla vinsælda. Ljósmynd/Majid Zarei
Sigrún Einarsdóttir.
Sigrún Einarsdóttir. Ljósmynd/Majid Zarei
Gleðin var við völd.
Gleðin var við völd. Ljósmynd/Majid Zarei
Réttirnir eru paraðir með víninu að hverju sinni.
Réttirnir eru paraðir með víninu að hverju sinni. Ljósmynd/Majid Zarei
Maturinn er sérstaklega hugsaður til að passa með vínunum.
Maturinn er sérstaklega hugsaður til að passa með vínunum. Ljósmynd/Majid Zarei
Sylvía Haukdal.
Sylvía Haukdal. Ljósmynd/Majid Zarei
Smakktjatt allsráðandi.
Smakktjatt allsráðandi. Ljósmynd/Majid Zarei
Harlem þjónn og Guðrún Björk bera fram veitingar.
Harlem þjónn og Guðrún Björk bera fram veitingar. Ljósmynd/Majid Zarei
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert