Gómsæt eggjabaka með grænmeti og osti

Eggjabaka með grænmeti og osti sem bráðnar í munni.
Eggjabaka með grænmeti og osti sem bráðnar í munni. Ljósmynd/Nanna Rögnvaldar

Ekkert er betra en að fá góða eggjaböku í hádegisverð sem leikur við bragðlaukana. Hér er á ferðinni uppskrift úr smiðju Nönnu Rögnvaldar sem hún gerði fyrir uppskriftavef Sölufélags garðyrkjumanna sem steinliggur. Eggjabakan er með grænmeti og ljúffengri ostarúllu sem kemur bragðlaukunum á flug.


Gómsæt eggjabaka með grænmeti og osti

  • Ostarúlla með blöðuðum pipar
  • 2 msk. olía
  • 1 msk. smjör
  • 250 g sveppir, skornir í sneiðar eða fjórðunga
  • 200 g hvítkál, skorið í ræmur
  • 2 hvítlauksgeirar
  • 1 msk. ferskt timian eða ½ tsk. þurrkað
  • Nýmalaður pipar eftir smekk
  • Salt eftir smekk
  • 200 g kirsuberjatómatar
  • 6 egg
  • 100 ml matreiðslurjómi eða mjólk
  • Lófafylli af íslensku klettasalati, grófsöxuðu

Aðferð:

  1. Byrjið á því að hita grillið í ofninum.
  2. Hitið olíu og smjör hitað á stórri, þykkbotna pönnu.
  3. Steikið sveppina og hvítkálið í nokkrar mínútu við meðalhita ásamt timian, pipar og salt á heitri pönnunni.
  4. Þegar kálið er farið að mýkjast ögn bætið þá tómötunum á pönnuna og látið þá krauma í 2-3 mínútur.
  5. Hrærið saman egg, matreiðslurjóma eða mjólk í skál og kryddið til með salti og pipar eftir smekk.
  6. Hellið yfir grænmetið á pönnunni.
  7. Hrærið þar til blandan er byrjuð að stífna.
  8. Skerið ostarúlluna í bita.
  9. Hrærið síðan klettasalati og ostarúllubitum saman við og stingið pönnunni undir grillið (best að hafa hana 10-15 cm frá grillristinni) þar til yfirborðið er gullinbrúnt og osturinn bráðinn.
  10. Berið fram og njótið.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert