Hard Rock býður upp á fimm nýja hamborgara

Þessir fimm hamborgara eru þeir söluhæstu á Hard Rock stöðum …
Þessir fimm hamborgara eru þeir söluhæstu á Hard Rock stöðum heimsins. Nú er hægt að fá smakk af þeim á Íslandi. Ljósmynd/Aðsend

Hard Rock Cafe í Reykjavík býður gestum þessa dagana upp á fimm nýja og gómsæta hamborgara á matseðlinum í tilefni af World Burger Tour keppni veitingahúsakeðjunnar. Reglulega heldur Hard Rock veitingahúsakeðjan World Burger Tour þar sem Hard Rock keðjur í hverju ríki senda inn hamborgara og keppa um besta borgarann. Alls tóku rúmlega 150 Hard Rock staðir víðs vegar um heiminn þátt og sendu inn hamborgara í keppnina. Þeir fimm hamborgarar sem voru söluhæstir á öllum Hard Rock stöðum í heiminum voru valdir til að fara á matseðil Hard Rock um allan heim. 

Veisla fyrir bragðlaukana

Gestir Hard Rock Cafe í Reykjavík geta valið sinn uppáhaldsborgara af þessum fimm nýju borgurum. Þetta er sannkölluð veisla fyrir bragðlaukana og ekki síst fyrir þá sem elska góða hamborgara. Hér gefst tækifæri á að gæða sér á Hard Rock hamborgurum frá framandi slóðum meðal annars Indlandi, Nepal og Brasilíu.

Hard Rock Cafe var opnað aftur á Íslandi eftir langt hlé en nýr staður keðjunnar við Lækjargötu var opnaður árið 2016 og hefur fengið mjög góðar viðtökur. Hard Rock Cafe er alþjóðleg keðja með yfir 180 veitingastaði en auk veitingastaðanna rekur keðjan hótel og spilavíti. Maturinn á Hard Rock er rómaður og þar leika hamborgarar stórt hlutverk.

Þessir fimm eru í boði

Borgararnir fimm sem gestir Hard Rock Cafe geta gætt sér á frá og með deginum í dag fram í byrjun september, 2.september, eru:

  • Bengaluru Burger: Kemur frá matreiðslumeisturum Hard Rock Cafe í Bengaluru í Indlandi
  • Bucharest Burger: Kemur frá matreiðslumeisturum Hard Rock Cafe í Búkarest í Rúmeníu.
  • Gramado Burger: Kemur frá matreiðslumeisturum Hard Rock Cafe í Gramado í Brasilíu.
  • Kathmandu Burger: Kemur frá matreiðslumeisturum Hard Rock Cafe í Kathmandu í Nepal.
  • Pittsburgh Burger: Kemur frá matreiðslumeisturum Hard Rock Cafe í Pittsburgh í Bandaríkjunum.

Þá er ekkert annað í stöðunni fyrir aðdáendur Hard Rock að fara finna sinn uppáhaldshamborgara.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert